Bjólfell er áberandi fjallshryggur, 443 m að hæð, suðvestan undir Heklu. Ganga á fellið og umhverfið austan við Bjólfell býður ekki bara upp á stórkostlegt útsýni yfir drottningu íslenskra eldfjalla, sjálfa Heklu, heldur sjást hér einnig hinir mismunandi hraunstraumar sem fallið hafa í suðurátt. Landslagið fyrir innan Bjólfell kemur fólki yfirleitt á óvart, en einnig er hægt að ganga vestan megin við fellið eftir þjóðleið milli bæja.
Ganga á Bjólfell er einnig ganga á tröllkonuslóðum, því hver hefur ekki heyrt söguna um Gissur á Botnum, þar sem önnur tröllkonan hélt til í Bjólfelli, en systir hennar í Búrfelli, sem sést vel af tindi Bjólfells. Það er því svo sannarlega við hæfi að rifja söguna upp.
Endanleg útfærsla og lengd göngunnar fer bæði eftir veðri og gönguhópnum. Sé veður gott er ætlunin að ganga einnig á Tindgilsfell og að Oddagljúfri.
Endanleg útfærsla og lengd göngunnar fer bæði eftir veðri og gönguhópnum. Sé veður gott er ætlunin að ganga einnig á Tindgilsfell og að Oddagljúfri.
Ágætt er að hafa í huga að gangan hentar mögulega ekki sem eru mjög lofthræddir (þeim sem t.d. geta ekki staðið uppi á stól).
Einnig er ekki úr vegi að stinga flugnaneti í bakpokann, því ganga við Bjólfellið á þessum tíma sumars býður einnig upp á flugur og því er ágætt að panta smá gjólu hjá veðurguðunum.
Einnig er ekki úr vegi að stinga flugnaneti í bakpokann, því ganga við Bjólfellið á þessum tíma sumars býður einnig upp á flugur og því er ágætt að panta smá gjólu hjá veðurguðunum.
Tekið skal fram að gangan er nánast að öllu leiti í landi Næfurholts og fengið hefur verið leyfi hjá húsráðendum þar fyrir göngunni.
Gangan er 10 – 15 km, fer eftir endanlegu leiðarvali.
Heildar hækkun 530 m að lágmarki.
Göngutími 4 – 6 klst.
Nesti fyrir eina góða pásu.
Heildar hækkun 530 m að lágmarki.
Göngutími 4 – 6 klst.
Nesti fyrir eina góða pásu.
Eftir göngu er tilvalið að aka áfram framhjá Næfurholti og síðan niður Landveg nr. 26.
Þá er ekki úr vegi að hafa sundfötin í bílnum og skella sér í sund á Laugalandi áður en haldið er heim á leið (opið um helgar kl. 10:00 – 19:00)
Þá er ekki úr vegi að hafa sundfötin í bílnum og skella sér í sund á Laugalandi áður en haldið er heim á leið (opið um helgar kl. 10:00 – 19:00)
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Göngustjóri Hugrún Hannesdóttir