Mæting við FSU á Selfossi laugardagsmorguninn 26. september þar sem rútan tekur okkur. Brottför kl 9:00 og ekið á Hvolsvöll, örstutt stopp þar og síðan haldið inn í Langadal. Gist verður í Skagfjörðsskála, við höfum takmarkaðan fjölda gistiplássa eða 40. kojupláss.
Gönguferðir verða báða dagana. Ólafur Auðunsson þekkir Þórsmerkursvæðið mjög vel og verður göngustjóri. Nóg er af fallegum gönguleiðum á svæðinu. Á laugardeginum er áætlað að fara í góða lengri göngu. Tekið mið af veðri. Á sunnudeginum eftir morgunmat kl:10:00 er áætlað að fara á Valahnjúk eða eitthvað annað, en allt mun þetta fara eftir veðri hvert verður farið.
Sameiginlegur kvöldmatur verður á laugardagskvöldinu; grillað lambakjöt og eitthvað gott með því. Annan mat þarf fólk að hafa með sér og sömuleiðis alla drykki.
Eins og áður verður gítar með í för en allar skemmtilegar uppákomur eru vel þegnar.
Það er með þessa ferð eins og aðrar á vegum FFÁR að kostnaði er stillt mjög í hóf, verð er 5.000- kr fyrir félagsmenn í Ferðafélagi Árnesinga sem greitt hafa árgald og eiga þeir forgang.
En kr. 10.000- utan félags, innifalið í verði er rútuferð, gisting og matur á laugardagskvöldinu.
Náttúran og gróðurinn skartar sínu fegursta í Þórsmörk á þessum tíma og dulúðlegir og mildir haustlitir hafa dreymandi áhrif á ferðafélaga.
Þátttakendur þurfa að skrá sig í þessa ferð í síðasta lagi kl:12:00 fimmtudaginn
24. september, með því að greiða inn á reikning Ferðafélagsins kt: 430409-1580, reikn: 189-26-1580.
Senda tölvupóst með skýring greiðslu t.d. nafna/nöfn á: ffarnesinga@gmail.com
Endurgreiðum ekki ferðina.
Viljum við biðja fólk að halda sig við reglur Almannavarna með grímur, fjarlægðir og annað sem við á.
Með góðri kveðju Ferðafélag Árnesinga.
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin