Ljósufjöll á Snæfellsnesi 25. júlí
Brottför frá Selfoss kl:07:00. þar sem sameinast er í bíla eftir því sem fólk vill. Gott hjá þeim sem vantar far að vera búinir að tryggja sér það, þeir sem fá far með öðrum greiða kr:2.000-. Ath. að um 2 klst og 30 mín akstur er frá Selfossi, er það fyrir utan stopp. Vegalengdin er 174 km. Akstur frá Selfoss
Gangan hefst um kl:10:00 á bílastæði sem er beint á móti afleggjaranum inn að Kleifárvöllum/Svarfhóli, beygt er til vinstri útaf aðalveginum (Snæfellsnesvegur) og inn á malbikað bílaplan, það ætti ekki að fara framhjá neinum því þar er stórt fjarskiptamastur.
Gengið verður á þessa þrjá tinda Miðtind 1.063m, Bleik 1.050m og Grána 1.001m
Göngulandið er frekar þægilegt en þegar ofar dregur göngum við sumsstaðar á frekar grófu landslagi og þess vegna er betra að vera í góðum gönguskóm.
Vegalengd: 20 km.
Göngutími: 9-10 klst.
GPS Ljósufjöll
Göngustjóri úr FFÁR
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin