Keilir og nágrenni 1. maí
Keilir er einkennisfjall Reykjaness og er móbergsfjall sem rís 379 metra yfir sjávarmál. Útsýnið er glæsilegt af Keili yfir Reykjanesskagann og víðar, einnig ætlum við að fara í Sogin sem eru sérkennilegt háhitasvæði sem er um 3, 5 km. suð-austur af Keili, svæðið er allt ummyndað af jarðhita og gefur hlíðunum fjölbreytta litaskrúð. Einnig ætlum við á Lambafellið sem er 4, 5 km. fjarlægt í norð-austur frá Soginu, eftir fellinu er slakki eða lág brún sem opnast í hrikalegri gjá sem nefnist Lambafellsgjá. Gjáin er aðeins nokkrir metra víð og mesta dýpi er um 50. metrar.
Vegalengd um 15. km
Göngutími um 5-6. klst
Akstur frá Selfossi að upphafsstað göngunnar er um 1 ½ klst. Vegaslóðin af Reykjanesbraut er grófur malarvegur er hann um 8. km. og er frekar hægfara.
Farið er frá FSU Selfossi kl. 8.30 og ekið að Höskuldarvöllum. 1.500 kr fyrir þá sem nýta sér sæti hjá öðrum.
Göngustjóri á vegum Ferðafélags Árnesinga
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Göngustjóri á vegum Ferðafélags Árnesinga
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.