Brottför er frá bílaplaninu við FSU kl. 9.00 og ekið um Suðurstandaveg. Um 1. klst akstur á upphafsstað göngu. Fyrir þá sem nýta sér sæti hjá öðrum, er gjaldið kr.1.000- . Upphaf göngu er rétt ofan við Ísólfsskála þar sem er slóði og skilti. Farið er inn á Fagradalsfjall um Nátthaga og Geldingadali. Hæðsti puntur heitir Langhóll og tekin hringleið til baka.
Göngulengd eru nálægt 13 km og hækkun um 450 m, áætlaður göngutími 4 – 5 klst.
Göngustjóri Björg Halldórsdóttir
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin
Göngulengd eru nálægt 13 km og hækkun um 450 m, áætlaður göngutími 4 – 5 klst.
Göngustjóri Björg Halldórsdóttir
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin