Brottför af bílaplani við Fjölbrautarskólann á Selfossi kl.09:00. Ökum sem leið liggur upp í Þjórsárdal og aðeins ofar en afleggjarinn inn að Sandártungu, ca 1,8. km. Þetta er um 50 .mín. akstur frá Selfoss, áætlum að leggja af stað í gönguna kl:10:00. Fyrir þá sem nýta sér sæti hjá öðrum, er gjaldið kr.1.000- .
Gengið um fallega skógarstíga og mela, farið er um Selgil og Þrengsli, inn fyrir Mosfell um Seljasand og framhjá Skriðufelli sem er bær í eigu Skógræktar ríkisins og að upphafsstað göngunnar.
Byrjunarhæð 140m
Mestahæð 300 metrar
Vegalengt 15. km.
Göngutími áætlaður um 5. klst
Göngustjóri Daði Garðarsson
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin