Stóra Björnsfell 8. september

Stóra Björnsfell 8. september

Stóra-Björnsfell 1050 m. rís norður af Skjaldbreið, sunnan Þórisjökuls. Fjallið varð til við eldgos undir jökli á síðustu ísöld. Útsýni af fjallinu er allgott, aðallega til suðurs og vesturs, og má m.a. sjá td. Hlöðufell og Botnssúlur og mörg önnur fjöll góðu veðri.
Brottför af bílaplani við Fjölbrautarskólann á Selfossi kl.08:00. Þar verður sameinast í bíla og sætisverðið er kr.2.000,-. Ekið sem leið liggur á Þingvelli og inn á Uxahryggjaveg(550) við þjónustumiðstöðinna og síðan inn á Skjalbreiðarveg (F338)við Brunna.
Reiknað má með að það taka u.þ.b. 1 ½ -2. klst. að keyra að upphafsstaða göngunnar frá Selfossi.
Vegalengd: um 11-18. km
Göngutími: um 5-7.klst
Byrjunarhæð: 500m
Mestahæð: 1050

 GPS
Göngustjóri verður Daði Garðarsson
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin