Ölfusvatn – Hveragerði 2. júní
Brottför af bílaplani við Fjölbrautarskólann á Selfossi kl.08:30. Ökum inn í Reykjadal þar sem rúta mun sækja okkur um kl:08:45 og flytja að upphafsstað göngunnar, gjald fyrir sæti er áætlað kr.2.500-
Leiðin frá Ölfusvatni til Hveragerðis, er upp með Ölfusvatnsárgljúfri, þurfum að stikla eða vaða Ölfusvatnsánna, gegnum gilin við Hrómundartind sem er ógleymanlegur hluti leiðarinnar, þaðan yfir Ölkelduháls og niður í Reykjadal. Þar verður hægt að fara í bað, þannig að þeir göngumenn sem vilja geta tekið með sér sundföt og handklæði. Þessi 15 km leið er ótrúlega fjölbreytt og skemmtileg sem kemur á óvart.
Göngustjóri Daði Garðarsson
Vegalengd 15 km
Mesta hæð 430 m
Göngutími um 5+. klst
GPS
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin