Skálfellið er 574 m hátt og víðsýnt er af því í góðu skyggni. Sjá má m.a. Vestmannaeyjar og Eyjafjallajökul og nær Geitafellið, Meitlana, Bláfjöllin, Esjuna, Skálafellið á Mosfellsheiði, Hengilinn o.fl.
Ætlunin er að ganga á fjallið sunnan frá og verður gengið frá Riftúni. Minnum göngufólk á broddana.
Vegalengd um 13 km og reikna má með 4 til 5 tímum. Hækkun um 500 m.
Brottför af bílaplani við Fjölbrautarskólann á Selfossi kl.09:00, þar verður sameinast í bíla og sætisverðið er kr.1.000,-. eða mæting við Riftún kl:09:30
Göngustjóri verður Hulda Svandís Hjaltadóttir
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin