Laugarvatnsfjall 4. nóvember
Vegalengd um 8 km, hækkun 400 m. tími um 3 klst.
Ágætis útsýni er af fjallinu, í austri blasir fjallahringurinn við með Heklu, Hestfjalli, Vörðufelli og Eyjafjallajökul í hásæti.
Eftir gönguna ætlum við að skella okkur í náttúruböðin í Fontana og njóta þess út í ystu æsar það sem staðurinn hefur upp á að bjóða.
Brottför af bílaplani við Fjölbrautarskólann á Selfossi kl.09:00. Þar verður sameinast í bíla og sætisverðið er kr.1.000,-
Göngustjórar Sævar Gunnarsson og Kristbjörg Bjarnadóttir
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin