Fjallabak 2. september
Sæl öll sömul, okkur þykir miður að vegna ónægra þátttöku og óhagstæðar veðurspá höfum við ákveðið að fresta ferðinni inn á Fjallabak um eina viku, eða til laugardagsins 2. sept. með vona um að þátttakan og veðrið verði betra. Sjáumst vonandi hress þá.
Þau ykkar sem hafa þegar greidd fyrir ferðina, og vilja fá endurgreitt, vinsamlegast sendi okkur upplýsingar um kt. og reikningsnr. á netfangið ffarnesinga@gmail.com
Að þessu sinnu verður gengið hringur um Landmannalaugasvæðið.
Daði Garðarsson mun sjá um göngustjórn og leiðarval.
Brottför frá Fjölbrautarskólanum á Selfossi kl 7:00. Þar verður rúta sem keyrir hópinn í Landmannalaugar. Gera þarf ráð fyrir löngum degi og að komið verði til baka á Selfoss seint að kvöldi.
Lagt af stað úr Laugunum um Bláhnúk, upp hrygg sunnan undir Bláhnúki í átt að Gráskalla, austan undir Reykjafjöllum að Háuhverum, niður Sauðanefið að Jónsfossi, en fossin er nefndur í höfuð á Jóni Jónssyni frá Lækjarbotnum í Landsveit, upp með Hattinum, muna eftir vaðskóm það þarf að vaða Jökulkvíslina, niður á milli Litla og Stóra Brandsgil, Laugar.
Þessi ferð reynir á úthaldið og er þess vegna ekki fyrir óvana.
Við minnum á fatnað við hæfi, gott nesti og nóg að drekka.
Verð fyrir félagsmenn FFÁR og annarra deilda FÍ er 5000 kr (það miðast við að fólk hafi þegar greitt félagsgjöldin fyrir 2017) en 8000 kr fyrir aðra. Greiða þarf fyrir hádegi þann 31. ágúst.
Greiðsla vegna ferðarinnar leggist inná reikning Ferðafélags Árnesinga kt:430409-1580, reikn: 189-26-1580.
Ef lýsa ætti þessari ferð í nokkrum orðum, þá væru orðin, andstæður og fjölbreytileiki, gróið-gróðurvana, bratt-slétt, hrjúft-mjúkt, heitt-kalt, blátt-appelsínugult, svart-hvítt, margt-fátt, stórt-smátt.
Akstur frá Selfoss í Landmannalaugar tekur um 2 1/2 klst.
Byrjunarhæð 600 metrar
Mestahæð 1050
Uppsöfnuð hækkun um 1300 metra
Vegalengd 25 km.
Áætlaður göngutími 8-9 klst.
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.
Með kveðju Ferðafélag Árnesinga