Gengið frá Einhyrnigsflötum inn af Fljótshlíð
Brottför af bílaplani við Fjölbrautarskólann á Selfossi kl.08:30. Þar verður sameinast í bíla og sætisverðið er kr.1.500,-. Ekið sem leið liggur inn í Flótshlíð og að hlaðinu við skálann Bólstað undir Einhyrningi.
Reiknað má með að það taka u.þ.b. 90. mín að keyra að uppstaða göngunnar frá Selfossi.
Göngustjóri verður Daði Garðarsson
Vegalengd: um 20. km
Göngutími: um 7.klst
Byrjunarhæð: 300m
Mestahæð: 1000
Mestahæð: 1000
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin