Þyrill

 

Þyrill 25. apríl, er magnað útsýnisfjall, 393 m hár blágrýtishöfði með þverhníptum hömrum. Gangan er frekar létt og á flestra færi, vegalengd ca 8 km, hækkun ca 350 m og gangan tekur 3-4 klst.þyrill
Lagt verður af stað frá Samkaup á Selfossi kl 08.00 (að venju er 1000 kr eldsneytisgjald fyrir þá sem fá far með öðrum) og ætla má að gangan hefjist um kl 09.30 í Brynjudalsvogi í Hvalfirði, þar er varða vinstra megin við veginn og bílaplan. Þaðan liggur svo merkt og vörðuð leið um svo kallaðar Síldarmannagötur og fylgjum við þeim upp á fjallsbrún og tökum síðan stefnuna fram eftir fjallinu út á brúnir þess.
Nestið borðum við á brúnum mikilla hamra og njótum stórkostlegs útsýnis yfir Hvalfjörðinn.
Eins og áður munið að klæða ykkur eftir veðri og árstíma, taka með gott nesti og heitan drykk.

Göngustjóri í þessari ferð verður Sigrún Jónsdóttir.

ATH. Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.