Að venju kveðjum við veturinn með göngu á Ingólfsfjall að kvöldi síðasta vetrardags.
Mæting við gryfjurnar við Suðurlandsveg kl 18:00 þaðan sem gengið verður af stað.
Göngustjórar verða Olgeir Jónsson og Sævar Gunnarsson. Þeir félagar munu fara með okkur óhefðbundna leið upp fjallið. Göngutími 2-3 klst og hækkun ca 400 m.
Við hvetjum sem flesta til að mæta með góða skapið, eitthvað smávegis nesti (það verður að sjálfsögðu nestis-stopp) og auðvitað vel skóuð og klædd.
ATH. Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.