Kveðjum veturinn með kvöldgöngu á Ingólfsfjallið
Um leið og félagið óskar ykkur gleðilegs sumars og þakkar fyrir góða þátttöku í gönguferðum vetrarins, höfum við ákveðið að vera með kvöldferð 23. apríl n.k.síðasta vetradag (frídagur daginn eftir), eins og við höfum gert undan farin 5. ár.Von okkar er að sjá ykkur sem flest í þessa göngu, allir velkomnir.
Upphafsstaður göngunnar er um 150 m norðan við afleggjarann niður að Laugabökkum,þarer gamall lækjarfarvegur, höldum okkur hægra meginn við hann, og þaðan beint af augum upp á brún Ingólfsfjalls. Tveir möguleikar eru í boði, að fara beint að vörðunni fyrir ofan Djúpadal, þar sem gestbókin bíður okkar, eða fyrir þá sem eru með mikinn kláða í fótunum fari inná Inghóll.
Þetta er svolítið brött byrjun en þægileg, nánast á grasi og mosa upp á brún, gætum þurft að ýta undir rass eða tvo(allt innan velsæmismarka), en engum verður meint af því.
Vegalengd: gula leiðin um 4,2 km, rauða leiðin um 8,5 km.
Lagt verður af stað frá Þórustaðarnámu kl. 18:00, stundvíslega. Þar verður safnast saman í rútu og okkur keyrt austur fyrir fjallið að upphafsstað göngunnar, gjald kr. 500-
Útbúnaður: fatnaður miðað við veður áðstæður, eitthvað að maula og drekka og þar sem gangan er að kvöldi til og við gætum lent í því að það verði farið að skyggja í lok göngunnar, er mælt með því að taka með sér ljós.
Heimildir: könnun á vettvangi.
Með göngukveðju Ferðafélag Árnesinga