Laxárgljúfur

Laxárgljúfur 22. júní UPPSELT

 

Þessi mikilfenglegu  gljúfur í Stóru-Laxá eru í senn hrikaleg og falleg.

Stóra-Laxá á upptök sín í Laxárdrögum sunnan Kerlingarfjalla. Segja má að hin eiginlegu gljúfur byrji þar sem Leirá fellur í Stóru-Laxá úr norðri. Gljúfrin eru u.þ.b. 10 km löng niður að Hrunakrók efst við Laxárdal. Dýptin er 100-200 m. Þrengsti og efsti hlutinn nefnist Svartagljúfur. Á köflum eru gljúfurveggirnir þverhníptir til beggja handa en sums staðar er gljúfrið víðara. Þar má finna ýmsar þursabergsmyndanir og ber þar hæst Fögrutorfu sem er ofarlega í gljúfrunum.
Gljúfrin eru víða torfær eða jafnvel ófær göngumönnum og hafa bæði menn og skepnur fallið niður og slasast.laxárglj. Large
Stóra-Laxá rennur svo silfurtær í botni gljúfranna og eins og nafnið gefur til kynna, oft á tíðum, gjöful laxveiðiá og eru þar mörk Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
Mæting við Samkaup kl. 9:00 stundvíslega. Þar verður safnast saman í bíla, fargjald  1000 kr. Ökum upp á Flúðir þar sem við sameinustum í rútu sem ekur okkur að uppafsstað göngunnar, og sækir okkur svo í lok göngunnar að Kaldbaki. Verð fyrir sæti í rútunni 1500-
Takmarkaður sætafjöldi,  skrá sig inná ffarnesinga@gmail.com, greiða rútugjald kr. 1500 kr. inná 1169-26-1580, kennitala 430409-1580.
Eins og alltaf þá eru allir velkomnir, kvetjum við alla félagsmenn jafnt sem aðra til að mæta.
 
Vegalengd: um 17 km 
Göngutími: 6-7. klst 
Byrjunarhæð: 422m 
Lokahæð: 215m
GPS til viðmiðunar
Göngukveðja Ferðafélag Árnesinga