Nupafjall

Núpafjall 1.desember

Núpafjall stendur á hálendisbrúninni fyrir ofan Ölfusið 313 metra yfir sjávarmáli, en rís einungis um 50 metra yfir heiðina og er því mun myndarlegra austan frá séð og mikill útsýnisstaður.

Fljótlega fyrir ofan Kambana er beygt út af veginum(fara varlega).Göngum eftir veginum sem liggur upp á fjallið.Vegur þessi lá vestur af fjallinu, niður í dalkvos, sjást þar leifar af mörgum byggingum. Þarna var herkampur á stríðsárunum. Hermennirnir höfðu eftirlit með veginum yfir Hellisheiði en á fjallinu voru loftvarnabyssur til að verja flugvöllinn í Kaldaðarnesi. Ef haldið er áfram veginn suður fjallið, endar hann í grösugri kvos sunnan undir því. Við tökum þarna smá snúning og höldum síðan að upphafsstað göngunnar.

Mæting er við Samkaup (Hornið) kl. 9:30,stundvíslega, þar sem safnast verður saman í bíla,verð fyrir sæti 1000-kr.
Vegalengd: um 10 km.
Göngutími: um  3 klst.
GPS til viðmiðunar

Kveðja Ferðafélag Árnesinga