Friðland að Fjallabaki 25. ágúst
Ekið er að Kirkjufellinu þar sem gangan hefst.Gengið frá Kirkjufelli, um Halldórsgil, um Sveinsgil, að Grænahrygg, í Hattver, upp Uppgönguhrygg, framhjá Skalla með stefnu á Bláhnjúk.
Hér eru drög að útbúnaðarlista sem miðast við þessa göngu:
- Gönguskór
- Góða vaðskó+sokka, þarf að ganga töluvert í þeim.
- Göngusokkar (gott er að vera í tveimur pörum, einum þykkum og öðrum þunnum)
- Handklæði
- Legghlífar
- Húfa
- Vettlingar
- Göngubuxur
- Peysa (ull eða flís)
- Nærföt úr ull eða ullarblöndu
- Auka peysa
- Vatns- og vindheldur hlífðarklæðnaður
- Nesti til að borða á göngunni, svo sem samlokur, heitt og kalt vatn og ágætt er að hafa orkuríkt nasl.
Ekið af stað með rútu laugardagsmorguninn 25. ágúst kl 08:00. frá Samkaupum Tryggvagötu 40 Selfossi. Boðið er uppá að fólk geti geymt farangur og annað í rútunni.
Fargjald 5000- kr, greiðist inná reikn. 1169-26 1580, kt:430409-1580. Sendið staðfestingu á greiddu fargjaldi á netfangið ffarnesinga@gmail.com, hætt að taka við skráningu miðvikudaginn 22. ágúst
Krefjandi ganga, vaða þarf ár, og gengið eftir mjóum hryggjum.
Vegalengd 22 km.
Hækkun 1280 m.
Göngutími 8-10 klst.
http://www.airpano.ru/files/Iceland-Fjallabak/2-2 Græni hryggur birtist neðst á skjánum
Kveðja Ferðafélag Árnesinga