Að ferðalokum

Upp með Hengladalaá
áttum við í morgun
ævintýrin ekki smá
umvafin af klettaborgum.
Sönglaði áin, söng við foss
seyðandi tók  Kári undir.
Melódían minnir oss
á magnaðar gleði stundir.
Héldum framhjá  Hurðarás
hratt  var núna gengið,
niður í móti nú á rás
nesti ekkert fengið.
Átti að borða eður ei
enginn vissi svarið.
Daði sagði drembinn  nei
drjúgur tók af skarið.
Er komum við að einni prílu
upp var nestið tekið,
enginn fór í neina fýlu
og ekkert eftir rekið.

 

Höfundur H.I.G