Hengladalaá – Kambar 26. febrúar
Kambar er brött hlíðarbrekka austan í Hellisheiði vestan við Hveragerði. Hraunflóð hafa runnið þar niður nær 240 m háa hlíðina. Kambavegur þótti fyrrum all græfralegur.
Vegur var fyrst lagður um Kamba árið 1879, vagnfær vegur yfir heiðan var lagður á árunum 1895-96 vestur fyrir Reykjafell, en núverandi vegur var opnaður 1972. Suður frá Kömbum er þverhnípt hamrabrún Núpafjall. Kambabrún er nyrst í því. Af brúninni er víð og fögur útsýn austur yfir Suðurlandsundirlendið og til Vestmannaeyja. Í göngunni upp með Hengladalaá má sjá nokkra fallega fossa. Hengladalaá kemur úr Hengladölum og rennur fyrir Ásstaðafjall í Reykjadalsá norðaustan Kamba.
Vegalengd: um 8,6 km
Göngutími: um 3 klst GPS
Eins og alltaf þá eru allir velkomnir, kvetjum við alla félagsmenn jafnt sem aðra til að mæta og taka þátt í ódýrri líkamsrækt í góðum félagsskap. Mæting er við Samkaup (Hornið) kl. 9:30, stundvíslega. Þar sem safnast verður saman í bíla.
Heimild:veraldarvefurinn og könnun á vettvangi. Með kveðju Ferðafélag Árnesinga