Fjöruganga 20. feb. 2010

Þorlákshöfn – Strandarkirkja

Eins og vanalega þegar við höldum í hann þá  hittust við á bílastæðinu við Samkaup(Hornið)  kl. 09:30 stundvíslega. Höldum þaðan akandi að Ráðhúsinu í Þorlákshöfn, þar mun Edda Pálsdóttir leiðsögumaður taka á móti okkur og leiða okkur um Þorlákshöfn í um 1/2 tíma göngu.

Þegar henni líkur tekur við hin eiginlega fjöruganga frá Þorláshöfn að Strandarkirkju.

Vestan við Þorlákshöfn er ströndin í fyrstu grjótvarin, en utar tekur við strandberg í sjó fram. Bergið er hæst ofan við Keflavík og Háaleiti, en þegar nær dregur Bjarnavík og Álum austan við Selvogsvita lækkar bergið til muna. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Rúta mun sækja okkur að Strandarkirkju og keyra til baka í Þorlákshöfn, gjaldið er 1000. kr.

Eins og alltaf þá eru allir velkomnir, kvetjum við alla félagsmenn jafnt sem aðra að mæta. 

Vegalengd: 17 km
Göngutími: 5 +. klst
1613688433gonguskor2

Með göngukveðju Ferðafélag Árnesinga