Gljúfurá–Álútur–Botnafell–Reykjafjall
Eins og vanalega þegar við höldum í hann þá hittust við á bílastæðinu við Samkaup(Hornið) kl. 09:30 stundvíslega. Höldum þaðan akandi í átt að Hvergerði, en nokkuð austan við Hveragerði beygjum við upp afleggjarann sem liggur að Ölfusborgum. Eins og alltaf þá eru allir velkomnir, kvetjum við alla félagsmenn jafnt sem aðra að mæta. Góð byrjun á því að koma sér í æfingu fyrir aðrar ferðir okkar.
Við leggjum við af stað frá ÖLFUSBORGUM
Fyrst er gengið austur með hlíðunum HELLISFJALLS fram hjá EINBÚAGILI allt að GLJÚFURÁ.
Gengið er upp með GLJÚFURÁ inn í SELDAL, fram hjá KVÍADAL og áfram norður SELÁS, fram hjá MIÐTUNGU og HVAMMASKARÐI, á leið okkar að ÁLÚTI horfum við til hægri, lítum á INNRI-SOGNSBOTNA og höldum áfram á ÁLÚT sem er 487m. Þar skal notið útsýnis um hríð og haldið að BOTNAHNÚK sem er 460m og suður eftir REYKJAFJALLI sem er 400m og niður á milli LAMBHAGAHNÚKS til vinstri og HÚSATORFUHNÚKUS til hægri. Þá förum við niður til þess staðar sem við lögðum upp frá. Á leiðinni sjáum við nokkra skógrækt, sem er algjör sælureitur fyrir útivistarfólk. MYNDIR
Með því að smella á myndina stækkar hún.
Vegalengd: 11,9 km
Göngutími: 4,5. klst með hæfilegum hvíldum
Byrjunarhæð: 60m
Hækkun: 427m
Göngukveðja Ferðafélag Árnesinga