Nesjavellir – Reykjadalir:
Mæting á laugardaginn 24. okt. kl: 9:30, hjá Samkaup, þar sem safnast verður saman í bíla.
Ekið í Hveragerði og bílarnir skyldir eftir við minni Reykjadals. Stigið upp í rútuna. kl: 9:50 vonandi.
Ekið á Nesjavelli, þar sem gangan hefst.
Björn Pálsson í Hveragerði hefur tekið að sér að vera fararstjóri í helgarferðinni. Björn kynnti svæðið á síðasta félagsfundi sem var ljómandi vel sóttur. Gönguhraði verður hóflegur enda hefur Björn frá mörgu að segja. Ferðin er því við allra hæfi þó að hún sé auðvitað nokkuð löng eða um 13 km. Þar sem ferðin byrjar á Nesjavöllum verður gangan mest niður á móti.
Hafa þarf með sér dagpoka með góðu nesti og hlífðarklæðnaði.
Rukka þarf fyrir rútuferðina ca kr 1,000 pr mann og biðjum við ykkur að hafa peninginn tiltækan.
Allir velkomnir, félagsmenn, vinir og kunningar.
Allir velkomnir, félagsmenn, vinir og kunningar.
JGB
—
Ferðafélag Árnesinga
www.ffar.is