Umhverfis Jósepsdal 10. október

 Jósepsdalur er dalskál undir Vífilsfellinu vestanverðu og Ólafsskarði, þar sem lá fyrrum
alfaraleið milli Reykjavíkur og Ölfuss.

Sagt er, að Jósep nokkur hafi búið í dalnum.  Hann var hagur smiður en munnsöfnuður hans
var hroðalegur.  Hann bölvaði og ragnaði eitt sinn svo mikið, að bær hans sökk. 
Skíðadeild Ármanns átti skíðaskála í dalnum, sem var fjölsóttur á fyrri hluta 20. aldar.
 Gönguleiðin sem við ættlum í dag, er ekki eingöngu á Vífilsfell sem er meðal
vinsælustu gönguleiða á suðvesturlandi, heldur höfum við hug á því að ganga umhverfis Jósepsdalinn.
    Vegalengd    12,5 km
    Göngutími    5. klst
    Landslag    Gönguleiðin er nokkuð brött en fæstum ofraun.
    Hækkun    400 m
    Mestahæð    655m   
+

Gengið er upp greinilegan göngustíg á Vífisfellið sem liggur upp bratta hlíðina upp á
 hásléttuna fyrir ofan. 
Fyrsti áfangi leiðarinnar er þessi bratta brekka. Uppi tekur við flatlendi sem nær út að
móbergklettunum sem mynda nokkurs konar öxl sem liggur að hæsta hluta Vífilsfells.
Best er að fara upp klettana á öxlina og ganga eftir henni að tindinum. Þarna er lítið um
lausamöl en ástæða til að fara varlega því móbergið getur verið varasamt. Nauðsynlegt er
að vara við slíkum stöðum því þar getur verið erfitt að fóta sig. Af öxlinni er greið leið að tindinum sjálfum.
Uppi á toppi er hringsjá sem Ferðafélag Íslands lét koma þar fyrir um 1940 og má með
aðstoð hennar átta sig á kennileitum í nágrenninu nær og fjær, undirstaðan fyrir hringsjánna,
var endurbyggð árið 1993 eftir að hringsjáin fannst í undirhlíðum Vífilsfell.
Héðan höldum við suður eftir þeim fjallshrygg sem liggur upp í Bláfjöll, eftir um 3. km. göngu
lækkum við okkur niður í Draumadalinn sem er við botnn Jósepsdals og höldum þaðan á þann
hrygg sem er austan við dalinn.Leiðin héðan liggur í átt að Ólafsskarði, hér er hægt að fara
niður í dalinn, eða haldan áfram upp á Sauðdalahnúka og þaðan á þann stað sem við lögðum upp frá.

Mæting hjá Samkaup(Horninu) kl: 09:30 ath. laugardagsmorgun, þar sem safnast verður saman í bíla.