Hrafntinnusker 19-20. september

Hrafntinnusker, 19-20. september, göngu-og jeppadagur !!
 
Lítillega er farið að huga að undirbúningi ferðarinnar. Gott væri að fá einhvern meðal hópsins
til að keyra með trússið. Þá er auðvitað upplagt fyrir þá sem ekki ganga að bregða sér í bíltúr í Hrafntinnusker. Hver veit nema að einhverjum langi að ganga á laugardag og jafnvel að
húkka bílferð til baka.

 

Áætlað er að leggja af stað kl: 9:00 á laugardagsmorgun frá Samkaupi og raða sér saman í bíla.
Stór jeppi verður til taks til að selflytja fólk yfir ána ef ekki er nóg af jeppum. Gangan hefst um
hádegisbil, þegar menn eru búnir að næra sig. Óhefðbundna leiðin er í við lengri en hefðbundna
leiðin eða um 15 km. Hefðbundna leiðin er 12 km. Í Hrafntinnuskeri verða grilluð læri um kvöldið
og reiknað er með sameiginlegum morgunverði, hafragraut, morgunkorni, brauði og kaffi.
Verð liggur ekki fyrir en áætlað er að greitt verði fyrir gistinguna og þátttöku í matarkostnaði.
 
Á sunnudagsmorgun um kl: 9:00 verður lagt af stað á Háskerðing fyrir þá sem vilja.
Að  því loknu verður komið við í Skerinu, hvílst og matast og lagt í hann í Laugarnar.
 
Allir velkomnir, gangandi eða akandi báða dagana.
 
Gaman væri að þeir sem áhuga hafa á ferðinni, akandi eða
gangandi, sendi okkur vefpóst á ffarnesinga@gmail.com.
Skoðum veðurhorfur þegar nær dregur.