Stórkonufell 26. júlí

ATH. Að fylgjast með viðburði.
Getur orðið breyting á dagsetningu ef veður er mjög óhagstætt.
Stórkonufell er um 950 m hátt og stendur eitt og sér. Útsýnið þar svíkur engan.
Horft er yfir á Mýrdalsjökul og jöklana sem ganga út frá honum. Í átt að Þórsmörk og Eyjafjallajökli. Tindfjöllinn, Hekla og fjöllin sem eru á Laugarveginum.
Hækkun á Stórkonufell er um 500 m nokkuð bratt en ágætt göngufæri. Gefum okkur bara góðan tíma. Göngutími er áætlað um 4 – 5 klst. Auðvelt er að taka einhver lægri fjöll með í leiðinni.
Förum á stað frá FSU kl. 8.00 og hittum göngustjóran á Hellu. Haldið inn Fljótshlíð og í átt að Emstrum. Það þarf jeppa og slyddujeppa til að komast þetta. Um að gera að sameinast í bíla og bjóða far þeir sem geta. Akstur ca. 2 – 2 ½ tími.
Göngustjóri Sævar Jónsson
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin