Nú um komandi helgi verður síðasta ferð sumarsins. Farið verður í Þakgil og tekin dagsganga um nágrennið og upp á Mælifell. Þeir sem vilja mæta um kvöldið og fara í stutta kvöldgöngu. Aðal gönguferðin hefst hins vegar á laugardag, 15. ágúst, kl 11:00 og ætti það að gefa fólki kost á að koma akandi um morguninn. Grillað verður á eftir í boði félagsins.
Þau sem mæta á föstudeginum og hafið áhuga að gista í skálum sem eru í boði, þurfa að gera ráðstafanir sem fyrst. Er ykkur bent á heimasíðu Þakgils, http://www.thakgil.is, þar sem hægt er að nálgast allar upplýsingar um símanúner og sögu staðarins.
Dagskráin er svona:
Föstudagskvöld: Stutt kvöldganga td. inn að fossi í Remundargili.
Laugardagur: Þau ykkar sem komið á laugardeginum, athugið að akstur td. frá Selfossi tekur góðar tvær klst.(150. km). Sjá viðhengi hvar beygt er út af þjóðvegi 1, við Höfðabrekku. Fært öllum bílum.
Lagt verður stað í gönguna úr Þakgili kl:11:00, inn á Höfðabrekkuafrétt, gengið upp Miðafrétt á Mælifell og þaðan fram austurbrúnir Raufargils fram á Vondhöfuð og Barð þar sem farið er niður af afréttinum og yfir einn háls fram hjá Þakgilshöfði og niður í Þakgil. Þetta er þægileg ganga, vegalengd um 12 km, áætlaður göngutími um 5. klst.
Að lokinni göngu verður sameigilegt grill, þar sem boðið verður uppá grillaðar pylsur(pulsur), en að sjáfsögðu getur hver og einn komið með þann mat sem hann vill borða.
Til þess að það þetta gangi nú allt upp, þá þarf að tilkynna þátttöku eigi síðar en kl. 12:00 nk. föstudag, 14. ágúst, á netfangið ffarnesinga@gmail.com
Allir velkomnir!
Á Miðafrétti.
Gönguleið frá Þakgili
Akstursleið að Þakgili