Þá er að búa sig undir göngugleði júnímánaðar. Nú verður komið saman í Úthlíð og notið þar þjónustu heimamanna. Þaðan verður ekið áleiðis að Högnhöfða og síðan gengið á höfðann. Ökuleið fær slyddujeppum. Snjór efst á gönguleiðinni og kannski einhver aurbleyta. En útsýnið og gönguleiðin er hverrar mínútu virði. Svo nú er að lesa meira …. og koma svo!
Högnhöfði laugardaginn 20. júní.
Fyrirkomulag;
9:30
Samkaup, lagt af stað og sameinast í bíla.
10:30
Komið í Réttina í Úthlíð þar sem Ólafur og Inga taka á móti fólki.
10:45
Ekið áleiðis að Högnhöfða (Kúadal eða Litlhöfði) með viðkomu í Brúarárskörðum. Um er að ræða 8 km leið eftir grófum vegi. Upphaf vegarins er við bæinn.
11:00
Gangan hefst og er hún um 5 km að lengd. Byrjunarhæð er um 250 m og tindurinn er í 1,002 m hæð. Uppganga tekur um 3,5-4,5 klst og gangan öll um 6-7 klst.
Ca 17:00
Komið i Réttina þar sem boðið verður upp á Kaffihlaðborð. Verð pr mann kr 1,500 + sund.
Einnig er boðið upp á sund og heita potta. Munið eftir sundfötum.
Athugið að tjaldstæði öll þjónusta er í Úthlíð. 1500 kr tjaldstæði pr tjald pr nótt. 1800 pr hjólhýsi/húsbíll nóttin.
1700 kr á golfvöllinn fyrir þá sem hafa áhuga á því.
Högnhöfði.
Fjallið er mikið um sig og aflangt frá norðaustri til til suðvesturs og er móbergshryggur eða vanþroska móbergsstapi úr gosi á jökulskeiði er lauk fyrir um tíu þúsund árum. Það er 1,002 m hátt og er bratt og klettótt nánast allt í kring nema að vestan. Þar er fjallið lægst, en þar er hnjúkur um 814 m hár. Þaðan hækkar fjallið í hjöllum inn á hátind. Leiðin austur á hátind er drjúglöng og talsvert gróin, en þó nokkrar skriður en lítið um kletta.
Útsýni af Högnhöfða er mikið. Hlöðufell í norðri og einnig Langjökull með Hagafellsjökli. Lengst suðvestur frá eru Kálfstindar og þaðan í norðaustur Mosaskarðsfjall, Fagradalsfjall og Brekknafjöll við Hagavatn. Þar inn af koma síðan Jarlhettur. Þá sést Bláfell við Kjalveg. Austur af sér allt til Vatnajökuls. Enn fremur sést Búrfell í Þjórsárdal og Hekla og einnig Tindfjöll og Eyjafjallajökull. Í suðri blasa við Hestfjall, Mosfell og Vörðufell. Handan Brúarárskarða er Rauðafell, Klukkutindar, Skriðan, Skriðutindar og Skjaldbreið í framhaldi. Einnig sést Fanntófell við Kaldadal.
Brúarárskörðin.
Algengasta leiðin í Brúarárskörð er frá bæjunum við Hlíðina. Hægt er að aka lítið eitt inn með ánni í einskonar forsal hamrahallarinnar. Sé ætlunin að ganga upp er ágætt að fara inn í Hvamm en þar er rennislétt grasflöt undir skógi vöxnum hlíðum og er fallegra tjaldstæði vandfundið. Úr hvamminum hefur á síðustu árum myndast göngugata beint upp hlíðina. Gangan er mörgum erfið vegna þess að gatan liggur hvergi í sneiðingum og brekkan er snarbrött. Fullfrískt fólk er um 20 mínútur þarna upp. Brúarárskörðin eru um 3-4 km að lengd. Þar er eitt dýpsta og tröllslegasta gljúfur sýslunnar.
Útbúnaður í dagsferð.
Fyrir gönguna: Fatnaður: Nesti:
Bakpoki 20-40 lítra Ullarbolur, innst Brauð/flatkökur
Göngustafir, ef vill Þunn flís/ullarpeysa Feitt álegg
GPS, kort Þykk flís/ullarpeysa Hrökkbrauð
Vatnsflöskur Vatns-og vindhellt úlpa Kex, súkkulaði
Hitabrúsi, Sama fyrir fætur Hnetur, rúsínur
Myndavél Lambhúshetta Þurrkaðir ávextir
Sólvörn, sólgleraugu Húfa, vettlingar Orkusúkkulaði
Varasalvi Gönguskór, vettlingar Orkudrykkir
Plástur, hælsæri Buff Kaffi/kakó/te
Verkjatöflur Bómull ekki notuð Þurrdjús
Þurrkur, wc-pappír Gallabuxur, ekki notað Harðfiskur
Önnur heilræði:
Borða góða máltíð daginn áður og góðan morgunverð áður en lagt er af stað.
Drekka vel daginn áður og passa að hafa nóg vatn á göngu.
Klæðast mörgum lögum af fötum til að tempra hita.
Klippa táneglur !!!!