Rauðufossar 7. september

Rauðufossar og augað upptök þeirra er einn af þessum stöðum sem er engum líkur. Ganga sem enginn er svikin af. Gengið verður upp með gilinu að auganu. Síðan aðeins leikið af fingrum fram eftir veðri hvaða leið verður farinn til baka. Ganga um 12 – 15 km. Göngutími ca. 5 tímar.
Farið frá FSU kl. 8.00
Er hluti leiðar fyrir jeppa og jepplinga. Gott að þeir sem geta boðið öðrum far setji það í umræðuna á viðburðinum. Sjálfsagt að þeir sem þiggja far greiði fyrir það. Farið verður Landveg og inn Dómadalsleið
Göngustjóri Guðjón Pétur Arnarson
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

.