Fyrsta göngugleði Ferðafélags Árnesinga verður laugardag 18. apríl. Safnast verður saman við Samkaup (Hornið) við Tryggvagötu 40 á Selfossi, þar sem fólk getur sameinast í bíla. Fara þarf á fjórhjóladrifnum bílum, en alls ekki er krafa um öfluga jeppa. Lagt verður af stað kl 09:30 og ekið sem leið liggur upp á Hellisheiði og þaðan um slóða til norðurs að Ölkelduhálsi. Þaðan verður gengið á Hrómundartind. Áætluð heimkoma er kl 14:30.
Þar sem veðurspá er betri fyrir laugardag, en sunnudag, fer þessi göngugleði fram á laugardegi, en annars er reiknað með að aðaldagur göngugleði sé sunnudagur.
Leiðarlýsing:
GPS feril má finna hér:
http://wikiloc.com/wikiloc/view.do?id=305569
Athugið: Við ætlum ekki að ganga alla leiðina upp Reykjadal, eins og ferillinn sýnir, heldur að aka frá Þjóðvegi 1 og komum þá vestan að miðri slóðinni og göngum norður á Hrómundartind. Nær þeirri lýsingu sem er hér:
http://toppatritl.org/
Veljið úr vinstri dálki – Eldri ferðir – 2002 – Hrómundartindur.
Þeir sem eiga gps tæki eru eindregið hvattir til að taka þau með sér. Gjarnan má vera búið að hlaða ferlinum inn. Svo tökum við auðvitað okkar eigin feril. Margir kunna ekki nógu vel á tækin sín, en kunnáttan næst aðeins með æfingu. Svo tökum gps-tækin með!
Veðurspá:
Gert er ráð fyrir SA 6-13 m/sek, skúrum og 4°-10°C
http://www.vedur.is/
Búnaður:
Fjórhjóladrifsbíll til að komast á upphafsstað göngu.
Bakpoki. Hlífðarfatnaður miðað við veðurspá. Góðir gönguskór. Nesti. Göngustafir.
Tími:
kl 09:30 Lagt af stað frá Samkaup (Horninu) Selfossi
kl 10:00 Safnast saman á Ölkelduhálsi
kl 10 – 14 gönguferð
kl 14:00 Komið aftur að bílastæði
kl 14:30 Heimkoma á Selfoss
ATH að tímasetningar eru áætlaðar!
Erfiðleikastig:
Ganga við allra hæfi og hraði miðast við að þetta er fyrsta ferð vorsins.
Verð:
Ekki er tekið gjald fyrir þátttöku í ferðinni. Þeir sem fá far með öðrum semja um það við viðkomandi. Hver og einn kemur með sitt eigið nesti.
Fararstjórar:
Jón G. Bergsson og Daði Garðarsson.