Þyrill 27. maí

Ferð á Lómagnúp fresta að sinni, en göngum í staðinn á Þyril í Hvalfirði.
Vegna tíðarfars síðustu vikna og veðurspár næstu daga hefur verið ákveðið að fresta ferð á Lómagnúp að sinni. Við munum því flýta göngu á Þyril um tvær vikur og ganga á hann laugardaginn 27. maí, en hann var á dagskrá laugardaginn 10. júní. Stefnan er að ganga á Lómagnúp laugardaginn 10. júní, þ.e. við víxlum þessum tveimur ferðum.347584143 1279324409457632 9109747512125494716 n
Þyrill í Hvalfirði (393 m)
Hittumst við FSU kl. 9 laugardaginn 27. maí, sameinumst í bíla og keyrum upp í Hvalfjörð. Við hefjum gönguna á sama stað og lagt er á Síldarmannagötur. Innarlega í Botnsdal má finna bílastæði neðan vegs og leiðarprest sem bendir upp hlíðina. Stígurinn er góður og greinilegur. Þegar við komum upp á fjallið skiptist leiðin. Áfram heldur slóðin um Síldarmannagötur en við beygjum til vinstri, svo til beint í vestur. Ekki er greinilegur slóði þar en við veljum þægilega leið eftir hábungu fjallsins. Ef veður er gott og vilji er fyrir að ganga ekki sömu leið til baka er hægt að fara niður norðaustur af fjallinu, niður í Litlasandsdal og með Bláskeggsá niður á þjóðveg. Það lengir leiðina um rúmlega 1 klst.
Gangan er um 8-9 km löng ( ef farin er sama leið fram og til baka) með um 350 m heildar hækkun. Hún tekur um 2-3 klst. með góðum myndastoppum…sem eru nauðsynleg!
Göngustjóri: Guðjón Pétur Arnarson
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju,
Ferðanefndin