Gangan er á svæði gosstöðvanna á Reykjanesi. Stefna tekin á hringinn í kring um svæðið. Leikið aðeins eftir veðri. Höfum farið á þessar slóðir löngu fyrir gos. Eflaust margir búnir að skoða þetta í þaula en aðrir ekki.
Hringurinn er um 15 km og göngutími 5 – 6 klst. Þó nokkur uppsöfnuð hækkun.
Förum frá FSU Selfossi kl. 8.30 og höldum á bílastæði sem er aðeins áður en komið er að Ísólfsskála. ATH. gjaldskilda
Gangan hefst kl. 9.30
Förum frá FSU Selfossi kl. 8.30 og höldum á bílastæði sem er aðeins áður en komið er að Ísólfsskála. ATH. gjaldskilda
Gangan hefst kl. 9.30
Göngustjóri Björg Halldórsdóttir
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin
Með göngukveðju ferðanefndin