Ölfusvatnsfjöll eru tvö lágreist fell suðvestan við Þingvallavatn, mesta hæð um 250m. Þegar við höfum gengið á þessi fell tökum við stefnuna á Lambhaga, tanga sem gengur út í Þingvallavatn, vestan við tangann er Hagavík en austan megin Ölfusvatnsvík. Af toppi Lambhaga (166 m) er í góðu skyggni mjög gott útsýni yfir Þingvallavatn og nágrenni. Þetta er þægileg ganga með lítilli hækkun en á köflum þarf að ganga í gegnum lúbínubreiður. Munum að á þessum árstíma getur færð verið breytileg vegna snjóa eða hálku og því vissara að hafa brodda með í bakpokanum.
Vegalengd um 9,5 km og göngutími 3-4 klst í ganga.
Hittumst við FSU kl. 9:00 og sameinumst í bíla.
Ekið upp í Grafning (veg nr. 360) þegar komið er yfir brúna yfir Ölfusvatnsá er beygt til hægri og bílunum lagt við grindahliðið, þar sem gangan hefst.
Vegalengd um 9,5 km og göngutími 3-4 klst í ganga.
Hittumst við FSU kl. 9:00 og sameinumst í bíla.
Ekið upp í Grafning (veg nr. 360) þegar komið er yfir brúna yfir Ölfusvatnsá er beygt til hægri og bílunum lagt við grindahliðið, þar sem gangan hefst.
Göngustjóri er Halla Eygló Sveinsdóttir.
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin
Með göngukveðju ferðanefndin