Kaldársel-Selvogur 23. mars

Kaldársel – Selvogur
ATH. fylgjast með. Getur breyst eftir veðurspá.
Selvogsgata er gömul þjóðleið sem aðallega var farin þegar bændur og búalið í Selvogi og Ölfusi sóttu kaupstað í Hafnarfirði. Einnig notuð af vermönnum. Við höldum frá Kaldárseli um Grindaskörð niður í Selvog.Stefnum á að fara niður Hlíðarskarð. Miðleiðinn niður í Selvog og komið beint að vatninu.
Göngulandið er ágætt. Fylgt gömlum slóðum og vörðum. Á þessum tíma getur það breyst vegna snjóa og bleytu. Þessi ganga er rúmer 20 km með uppsafnaðri hækkun um 400 m.
Þeir sem ætla í þessa göngu verða að merkja sig MÆTI – GOING fyrir föstudaginn 22. mars.
Við förum frá FSU kl. 7.45 og höldum út í Selvog að Hlíðarvatni og þar tekur rúta okkur og ekur í Kaldársel. Gangan hefst þar upp úr kl. 9.30
Rútuferð er í boði FFÁR
Minnum á góðan búnað og nesti.
Göngustjóri Olgeir Jónsson
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin