Gangan síðasta vetrardag er eins og venja er tilbrigði við Ingólfsfjall.
Gangan hefst kl. 18.00 við námur ofan við Hvamm í Ölfusi. Það er við veg 374.myndir
Það verður hringur sem verður aðeins leikinn af fingrum fram eftir hóp og veðri. Ekki mjög löng ganga 2 - 3 tímar.
Við reynum að fara varlega og skiptum upp hópnum ef hann verður stór.
Göngustjóri Sævar Gunnarsson
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin
 
Fellur því miður niður vegna C-19 aðstæðna.
Næsta ferð okkar er gömul þjóðleið um Ólafsskarð.
Gangan hefst við Litlu Kaffistofuna, Gengið með Draugahlíð inn í Jósepsdal yfir Ólafsskarð og farið með hlíðum Bláfjalla. Stefnan síðan tekin á Geitafell og haldið niður með því í átt að Búrfelli og niður að Hlíðarenda. Vegalengdinn erum 22 km. Göngutími er líklega 7 klst.olafss
Farið verður kl. 8.00 frá FSU Selfossi. Haldið að að Vatnsverksmiðjunni Hlíðarenda. Þar verður sameinast í rútu sem fer með okkur að Liltlu Kaffistofunni þar sem gangan hefst. Farið frá Hlíðarenda kl. 8.30 og gangan hefst þá við Litlu Kaffistofuna kl. 9.00
Frítt fyrir félaga í rútu. Aðrir greiða 2.000 kr. á staðnum.
ATH. það er grímuskylda í rútum.
Þeir sem ætla að koma endilega merki sig Mæti. Spurning um stærð á bíl.
Göngustjóri Björg Halldórsóttir
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin
Gangan er um 11-12 km með lítili hækkun. Þægileg og góð ganga. Upphafsstaður göngunnar er við Kaldársel.
Hringurinn verður norðurfyrir Valahnjúka, austur fyrir Helgafell og undir Gvendarselshæð og við munum heimsækja Fosshellir, Valaból,157205982 10158095527665838 332178879808927598 n
Litlu-borgir, Gullkistugjá og Kerið.
Farið verður frá Selossi kl. 8.00
Þeir sem þurfa far með öðrum ættu gjarnan að vera búnir að tryggja sér það áður og greiða fyrir farið.
Gangan hefst við Kaldársel um kl. 9.15
Göngustjóri er Kristján Snær Karlsson
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu hjá stjórn félagsins. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2020 er að þessu sinni helguð Rauðasandshreppi hin forni höfundar Gísli Már Gíslason og Ólafur B. Thoroddsen.

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top