Við stefnum á gönguna okkar eins og sagt er í dagskrá. Miðum við að fara eftir tilmælum sem eru á heimasíðu FÍ. Sjá nánar hér á síðu FÍ https://www.fi.is/is/frettir/samkomubann Getur auðveldlega breyst með skömmum fyrirvara. Fylgist með.
Litli og Stóri Meitill eru samtengd fjöll í Þrengslunum . Eru þau þlægileg göngufjöll. Heildar hækkun á hringnum er um 600 m og vegalend nær 12 km. Mögulega þarf brodda.l
Förum frá FSU kl. 9.00 og hefjum göngu við Meitilstagl á móti Litla Sandfelli ca. 9.3089176409 10157153985605838 5642034293187280896 n
Eins og fram kemur í tilmælum frá FÍ er ekki endilega best að sameinast mikið í bíla, en kannski óþarfi að vera einn og einn.

Göngustjóri á vegurm FFÁR
Njótum samveru í hæfilegri fjarlægð :-)

Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

Aðalfundur Ferðafélags Árnesinga verður í Karlakórsheimilinu, Eyravegi 67 á Selfossi fimmtudaginn 12. mars kl: 20:00.
Fundurinn hefst með frásögn og myndum frá ferð félagsins til Achensee síðastliðið haust.
Hefðbundin aðalfundarstörf.
***Skýrsla formanns
***Ársreikningar lagðir fram og skýrðir
***Umræður um ársreikning og skýrslu formanns.
***Kosningar
***Atkvæðisrétt hafa allir fullgildir meðlimir félagsins.
***Önnur mál.
Kær kveðja stjórninn

ATH. Breyting á gönguNÆSTA SUNNUDAGUR KL. 09:00 Farið verður á Reykjafell fyrir ofan Skíðaskálan í Hveradölum. Þar verður tekin einhver skemmtilegur hringu og ræðst hann að einhverju leiti af veðri og vindum. Bæði hvað tíma og vegalengd varðar. Svolítil óvissuferð.reykjafell
Farið frá FSU Selfossi kl. 9.00 sameinst í bíla. Þeir sem þyggja far greiði 500 kr.
Hittumst við skíðaskálan í Hveradölum og hefjum göngu þar ca. kl. 9.30
Göngustjórar Hulda Svandís Hjaltadóttir og Olgeir Jónsson

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu á skrifstofu Kjarna-bókhalds ehf á Austurvegi 6 á Selfossi. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2018 er að þessu sinni helguð Upphéraði og öræfunum suður af, höf. Hjörleifur Guttormsson.

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top