Brottför er frá Samkaupum á Selfossi kl:08:00 stundvíslega, rúta skutlar okkur að upphafsstað göngunnar sem mun ráðast eftir veðri hvort við byrjun í Höfnum eða við Reykjnesvita. Komið verður við hjá N1 í Hveragerði kl:08:10, Olís Norðlingaholti kl:08:50 og N1 í Hafnarfirði um kl:09:00. Verð er 3000- kr. fyrir félagsmenn og 5000- kr. fyrir utan félags.reykjanes Large
Þar sem við þurfum að vita fjölda í rútuna biðjum við fólk að skrá sig í ferðina með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir kl 12. föstudaginn 3. mars. Greiðsla með peningum fyrir rútuna fer fram þegar fólk mætir í hana

Falleg strandganga. Klappir, sandur og grýtt á köflum
Vegalengd um 16-18 km.
Göngutími um 5. klst.
Með göngukveðju Ferðafélag Árnesinga

Stapafellið lætur lítið fara fyrir sér í þessu fellasamfélagi, Mælifellið, Súlufellið og Sandfellið eru nágrannarnir, en á þessi fell höfum við gengið á áður. Stapafellið sjálft er gróið upp í topp,en austan við það eru upptök Kaldár, segja má að áin komi þar upp úr jörðinni.  Suð-austan við fellið er Djáknapollur dregur hann nafn sitt af því að þar átti djákna af verið drekkt, en áður átti hann hafa verið klæddur úr hempu sinni við Hempuhól.  Suð-vestan í Súlufellinu er mikill gýgur sem ber nafnið Smjördalur, ætlunin er að ganga um hann í bakaleiðinni.stapafell

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mæting við Samkaup/Hornið kl:09:30 stundvíslega, þar sem safnast veður í bíla. Munið eldsneytispening 1000 kr fyrir þá sem fá far með öðrum.
Við minnum á fatnað við hæfi, gott nesti og nóg að drekka því að sjálfsögðu verður tekin nestispása. 

Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.

Göngustjóri verður Bergur Guðmundsson
Vegalengd um 8.km
Hækkun um 350.
Tími 3-4 klst.
Með kveðju frá ferðanefnd.

Blákollur er eitt af fjöllunum sem fáir taka eftir á leið sinni eftir Suðurlandsveginum, þetta fjall sem rís 532 m.y.s. er ekki mjög erfitt uppgöngu. Gengið er á það eftir hrygg sem gengur út úr því að NA-verðu.

Þegar upp er komið blasir við okkur ágætis útsýnis eins og til Vestmannaeyja og næst okkur Lambafell, Lambafellshnúkur, Vífilsfell og ýmis fjöll inn til landsins. Síðan liggur leiðin niður á við og stefnt á Syðri Eldborg þar sem við höldum okkur á milli hrauns og hlíðar. Okkur á hægri hönd höfum við t.d. Sauðadalahnúka og Ólafsskarðshnúka. Þegar við höfum skoðað Elborgina höldumvið til baka og stefnum á Nyðri Eldborgina, hraunið sem við göngum nú yfir rann úr Eldborgunum árið 1000 og er kallað Kristnitökuhraun

Blákollur

Eins og alltaf þá eru allir velkomnir, kvetjum við alla félagsmenn jafnt sem aðra til að mæta og taka þátt í ódýrri líkamsrækt og göngu í skemmtilegum félagsskap.Mæting er við Samkaup (Hornið) kl. 9:30, stundvíslega, þar sem safnast verður saman í bíla.Þau sem koma austan frá, aka niður að Litlu-Kaffistofunni og síðan upp eftir, ath á hinni akgreininni.Keyrt er af veginum þar sem skiltið frá Umferðarráði er rétt fyrir ofan Litlu Kaffistofuna, síðan er gengið yfir hraunið í átt að Blákolli.

 Vegalengd: um 12 km

Göngutími: um 4 klst

 Heimildir: Ferlir og alnetið

Með kveðju Ferðafélag Árnesinga

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu á skrifstofu Kjarna-bókhalds ehf á Austurvegi 6 á Selfossi. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2018 er að þessu sinni helguð Upphéraði og öræfunum suður af, höf. Hjörleifur Guttormsson.

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:18:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top