Þjórsárdalur 14. október

Gangan hefst við Reykjalaug í Þjórsárdalnum, göngum inn með Rauðukömbum og höfum Fossánna á hægri hönd, um Fossárdalinn og inn að svokölluðu Hruni sem er magnað jarðfræðilegt fyrirbæri sem fáir hafa gengið í gegnum. Förum síðan uppá Fossölduna þaðan sem er mjög gott útsýni yfir allan dalinn og síðan um svæði sem minnir óneitanlega á Landmannalaugar og þaðan að upphafsstað göngunnar við laugina.

14.okt
Vegalengd um 18. Km. og uppsöfnuð hækkun um 600 m. Göngum tími áætlaður 6-7 klst.
Brottför af bílaplani við Fjölbrautarskólann á Selfossi kl.08:30. Þar verður sameinast í bíla og sætisverðið er kr.1.000,-
Reikna má með því að ganga hefjist um kl:10:00 frá sundlauginni.

 

Akstursleiðin frá Selfossi

  default GPS (40 KB)
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

Mæting við Samkaup á Selfossi laugardagsmorguninn 23. september þar sem sameinast verður í bíla (brottför kl 9:00) og ekið á Hvolsvöll, þar bíður rúta sem ekur okkur inn í Langadal. Æskilegt er að þeir sem fá far með öðrum á Hvolsvöll greiði 1000. kr fyrir sætið.
 Gist verður í Skagfjörðsskála, við höfum takmarkaðan fjölda gistiplássa eða 30. kojupláss, en nú þegar eru fá pláss óbókuð (það verða fleiri í skálanum en við) þannig að ef fleiri vilja með en komast í skálann er möguleiki að tjalda.Þórsmörkin

Gönguferðir verða báða dagana. Ólafur Auðunsson þekkir Þórsmerkursvæðið mjög vel og verður göngustjóri. Nóg er af fallegum gönguleiðum á svæðinu, t.d. á laugardeginum er áætlað að fara Tindfjallahringinn gengið er rólega, á sunnudeginum eftir morgunmat kl:10:00 er áætlað að fara á Valahnjúk eða í Gluggahelli, en allt mun þetta fara eftir veðri hvert verður farið.

Sameiginlegur kvöldmatur verður á laugardagskvöldinu; grillað lambakjöt og eitthvað gott með því. Annan mat þarf fólk að hafa með sér og sömuleiðis alla drykki.

Eins og áður verður gítar með í för en allar skemmtilegar uppákomur eru vel þegnar.

Það er með þessa ferð eins og aðrar á vegum FFÁR að kostnaði er stillt mjög í hóf, verð er 5.000- kr fyrir félagsmenn í Ferðafélagi Árnesinga, en kr. 10.000- utan félags, innifalið í verði er rútuferð, gisting og matur á laugardagskvöldinu.

Náttúran og gróðurinn skartar sínu fegursta í Þórsmörk á þessum tíma og dulúðlegir og mildir haustlitir hafa dreymandi áhrif á ferðafélaga.

Þátttakendur þurfa að skrá sig í þessa ferð í síðasta lagi kl:12:00 fimmtudaginn 21. september, með því að greiða inn á reikning Ferðafélagsins  kt:430409-1580, reikn189-26-1580.

Með góðri kveðju Ferðafélag Árnesinga.

Komdu út að ganga með okkur í september

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands (FÍ) verða á öllu landinu nú í september og eru einn af hápunktunum í glæsilegri afmælisdagskrá FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu. Göngurnar munu fara fram alla miðvikudaga í septembermánuði kl. 18:00. Þetta eru fjölskylduvænar göngur sem taka  u.þ.b. 60-90 mínútur og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.

http://lydheilsa.fi.is/

http://lydheilsa.fi.is/#skraning

MYNDIR ÚR GÖNGU KVÖLDSINS 6.sept.

MYNDIR ÚR GÖNGU KVÖLDSINS 13.sept.

Munið:

  • September 2017
  • Alla miðvikudaga kl. 18:00
  • Náttúra, vellíðan, saga og vinátta
  • Fjölskylduvænar 60-90 mínútna göngur
  • Í flestum sveitarfélögum landsins
  • Allir velkomnir – þátttaka ókeypis

Reimið endilega á ykkur gönguskónna, komið út að ganga með Ferðafélagi Íslands og Ferðafélagi Árnesinga á miðvikudögum í september og njótum náttúrunnar í sameiningu.

Mæting í allar göngurnar á Árborgarsvæðinu eru hjá Fjölbrautarskólanum á Selfossi,sameinast í bíla.

  • 6. september, Hellisskógur
  • 13. september, Niður með Ölfusá til vesturs
  • 20. september, Þrastaskógur
  • 27. september, Silfurberg - Kögunarhóll

Lifum og njótum!

Ferðafélag Árnesinga

 

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu á skrifstofu Kjarna-bókhalds ehf á Austurvegi 6 á Selfossi. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2018 er að þessu sinni helguð Upphéraði og öræfunum suður af, höf. Hjörleifur Guttormsson.

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top