Stóri Hrútur á Reykjanesi, 
Upphaf göngu er rétt ofan við Ísólfsskála (við Suðurstrandarveg, nr. 427). Gönguleiðin liggur um mólendi, mela og upp grjóturð. Víðsýnt er af fjallinu yfir Reykjanesið, á góðum degi. Reikna má með um 250 m hækkun, en fjallið er 353 m hátt. 

hrutur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Brottför frá Samkaup (Horninu) á Selfossi kl. 9:00. Þar verður sameinast í bíla og sætisverðið er kr. 1.000,-. Reikna má með að það taka u.þ.b. 45 mín. að keyra þaðan að Ísólfsskála.
Öruggara er að hafa góða göngubrodda meðferðis.

Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hhvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.

Göngustjóri verður Björg Halldórsdóttir

Með kveðju ferðanefndin

Aðalfundur Ferðafélags Árnesinga  verður í Karlakórsheimilinu, Eyravegi 67 á Selfossi fimmtudaginn 16. mars kl: 20:00.
Hefðbundin aðalfundarstörf.
***Ársreikningar lagðir fram og skýrðir
***Skýrsla formanns
***Umræður um ársreikning og skýrslu formanns.
***Lagabreytingar.
***Kosningar:
***Önnur mál.

Á undan aðalfundinum mun Trausti Sigurberg Hrafnsson sjúkraþjálfari fræða okkur um álagsmeiðsli göngumanna og svara fyrirspurnum. Þegar því er lokið verður boðið upp á veitingar og aðalfundurinn mun svo hefjast af því loknu.

Með kveðju Ferðafélag Árnesinga

Brottför er frá Samkaupum á Selfossi kl:08:00 stundvíslega, rúta skutlar okkur að upphafsstað göngunnar sem mun ráðast eftir veðri hvort við byrjun í Höfnum eða við Reykjnesvita. Komið verður við hjá N1 í Hveragerði kl:08:10, Olís Norðlingaholti kl:08:50 og N1 í Hafnarfirði um kl:09:00. Verð er 3000- kr. fyrir félagsmenn og 5000- kr. fyrir utan félags.reykjanes Large
Þar sem við þurfum að vita fjölda í rútuna biðjum við fólk að skrá sig í ferðina með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir kl 12. föstudaginn 3. mars. Greiðsla með peningum fyrir rútuna fer fram þegar fólk mætir í hana

Falleg strandganga. Klappir, sandur og grýtt á köflum
Vegalengd um 16-18 km.
Göngutími um 5. klst.
Með göngukveðju Ferðafélag Árnesinga

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu á skrifstofu Kjarna-bókhalds ehf á Austurvegi 6 á Selfossi. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2018 er að þessu sinni helguð Upphéraði og öræfunum suður af, höf. Hjörleifur Guttormsson.

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:18:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top