Kvöldganga á Ingólfsfjall 20. apríl

Við höldum uppteknum hætti og göngum á Ingólfsfjall síðasta vetrardag. Að venju verður valin óhefðbundin leið á fjallið.
Áætlaður göngutími er tveir tímar.12985372 10207960798770891 8999244043403936259 n

Lagt verð af stað frá Þórustarnámu kl:18:00.
Göngustjóri að þessu sinni er Sævar Gunnarsson.

Við minnum á fatnað við hæfi, gott nesti og nóg að drekka því að sjálfsögðu verður tekin nestispása. Í vetrarferðum mælum við eindregið með því að fólk hafi göngubrodda meðferðis.Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.

Með kveðju frá ferðanefnd

Ný stjórn var kosin á aðalfundi Ferðafélags Árnesinga sl. miðvikudag.

Formaður Daði Garðarsson, meðstjórnendur Sævar Gunnarsson, Bergur Guðmundsson, Jón G. Bergsson og Sigrún Helga Valdimarsdóttir, til vara Sigrún Jónsdóttir og Kristbjörg Bjarnadóttir.
Skoðunarmenn Svanur Bjarnason og til vara Halldór Ingi Guðmundsson.
Skjalvörður Þorsteinn Tryggvi Másson.

Ný ferðanefnd var kosin og gönguræktin var sameinuð henni.
Ólafur Auðunsson
Hulda Svandís 
Páll Tryggvason
Sigrún Jónsdóttir
Jón G Bergsson
Björg Halldórsdóttir
Aðalsteinn Geirsson
Magnús Baldursson

Í félaginu hafa fjölmargir lagt hönd á plóg með miklu og óeigingjörnu starfi í gegnum tíðina og ekki síðst fráfarandi formaður Jón G. Bergsson, eru honum færðar bestur þakkir fyrir góð störf sl.7. ár, eða frá stofnun þess, en félagið átti 7. ára afmæli 12. mars. Einnig er öllum öðrum sem starfað hafa fyrir félagið þakkað fyrir þeirra framlag.

Með göngukveðju Ferðafélag Árnesinga

 

 

alt

Aðalfundur Ferðafélags Árnesinga verður haldinn 13. apríl 2016 kl: 20:00 í Karlakórsheimilinu, Eyravegi 67 á Selfossi.

Venjulega aðalfundarstörf.

Fólk vantar í stjórn, ferðanefnd og göngurækt. Allar ábendingar vel þegnar. Stjórnarfundur verður n.k. fimmtudagskvöld til að undirbúa aðalfundinn. Hægt að koma ábendingum til stjórnarmanna eða á emailið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Með kveðju Ferðafélag Árnesinga

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu á skrifstofu Kjarna-bókhalds ehf á Austurvegi 6 á Selfossi. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2017 er að þessu sinni helguð Ísafarðardjúpi - Við Djúpið Blátt.

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:18:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top