Laugardaginn 12 ágúst ætlum við að ganga um Brúarárskörð og umhverfis fjallið Högnhöfða í Bláskógarbyggð.
Gangan er alls 17 km , 300 metra hækkun og alls ca 7 klst.
Þetta er frekar létt ganga og við ætlum að njóta en ekki þjóta.hognhofdi
Þar sem þetta er frekar löng ganga skulum við vera vel nestuð og reikna með 2 nestis stoppum.
Við leggjum af stað frá Fjölbrautarskólanum á Selfossi kl 09:00 og keyrum sem leið liggur upp í Úthlíð i Bláskógarbyggð sameinumst þar í jeppa og jepplinga og leggjum af stað inn eftir kl 10:00.
ATH að það er eingöngu fært fyrir jepplinga og stærri bíla inn að Brúarárskörðum.
Göngustjóri verður Sigrún Jónsdóttir
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

Blátindur 16. júlí

Haldið verður á Blátind frá tjaldmiðstöðinni í Skaftafelli kl:08:00 sunnudaginn 16. júlí nk. Útsýnið frá Blátindi er stórkostlegt í góðu veðri. Hnjúkurinn, Dyrhamar, Skaftafellsfjöllinn, Þumall, Færneseggjar, Mýrdalsjökull ,Vatnajökull og allt hitt. Þetta er ein fegursta tindasýn sem hægt er að upplifað á Íslandi. 

blatindur j

Fyrir lofthrædda er leiðin á Blátind þó töluverð áskorun.
Vegalengd 25. km.
Áætlaður göngutími 10. klst.
Byrjunarhæð 100 metrar.
Mestahæð 1177 metrar.
 
Hér er slóði inn á myndband þar sem flogið er yfir Blátindinn eftir 01:28. mín.https://www.youtube.com/watch?v=PD8jMx8GxnU
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.
Göngustjóri Daði Garðarsson

Með göngukveðju Ferðafélag Árnesinga

Gengið frá Einhyrnigsflötum inn af Fljótshlíð

Brottför af bílaplani við Fjölbrautarskólann á Selfossi kl.08:30. Þar verður sameinast í bíla og sætisverðið er kr.1.500,-. Ekið sem leið liggur inn í Flótshlíð og að hlaðinu við skálann Bólstað undir Einhyrningi.gils
Reiknað má með að það taka u.þ.b. 90. mín að keyra að uppstaða göngunnar frá Selfossi.
Göngustjóri verður Daði Garðarsson

 

 
Vegalengd: um 20. km
 Göngutími: um 7.klst
Byrjunarhæð: 300m
Mestahæð: 1000
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu á skrifstofu Kjarna-bókhalds ehf á Austurvegi 6 á Selfossi. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2018 er að þessu sinni helguð Upphéraði og öræfunum suður af, höf. Hjörleifur Guttormsson.

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:18:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top