Ölfusvatn - Hveragerði 2. júní

Brottför af bílaplani við Fjölbrautarskólann á Selfossi kl.08:30. Ökum inn í Reykjadal þar sem rúta mun sækja okkur um kl:08:45 og flytja að upphafsstað göngunnar, gjald fyrir sæti er áætlað kr.2.500- 
Leiðin frá Ölfusvatni til Hveragerðis, er upp með Ölfusvatnsárgljúfri, þurfum að stikla eða vaða Ölfusvatnsánna, gegnum gilin við Hrómundartind sem er ógleymanlegur hluti leiðarinnar, þaðan yfir Ölkelduháls og niður í Reykjadal. Þar verður hægt að fara í bað, þannig að þeir göngumenn sem vilja geta tekið með sér sundföt og handklæði. Þessi 15 km leið er ótrúlega fjölbreytt og skemmtileg sem kemur á óvart. 

ölfusv
Göngustjóri Daði Garðarsson
Vegalengd 15 km 
Mesta hæð 430 m 
Göngutími um 5+. klst

  default GPS (41 KB)
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

Kerhólakambur - Þverfellshorn 5. maí

Til að koma sér að upphafsstað göngunnar sjá mynd, er ekið framhjá malarnámi í Kollafirði. Næst er ekið framhjá afleggjara að bænum Stekk. Beygt er næsta afleggjara til hægri sem er ómerktur (áður en komið er að afleggjaranum að Esjubergi).  Vegurinn endar við á er nefnist Grundará, hér er bílunum lagt og gangan hefst.

Gengið er með ánni í átt að Gljúfurdal sem er í reynd gríðarstórt gil. Hér blasir við nokkuð brattur hryggur og hefur myndast gönguslóð upp hann sem rétt er að fylgja. Hér er brattasti hluti göngunnar og rétt að fara varlega. Þegar komið er upp hrygginn er haldið ská upp til vinstri að Bolagili. Upp með Bolagili er slóði sem er nokkuð greinilegur. Gott er að stefna á greinilegan hól ofar í brekkunni og halda þaðan beint upp brekkuna. Nú blasir Kerhólakamburinn við. Þegar upp á háöxlina er komið blasir auðveld brekka við upp á kambinn sjálfann. Kerhólakamburinn er nokkuð flatur og víðáttumikill. Þegar toppi Kerhólakamps er náð 852 m höldum við áfram í austur að Þverfellshorni, á toppi Þverfellshorns er útsýnisskífa og gestabók, kvittum í hana eins og góðum gestum er tamt. Héðan höldum við niður til vesturs af Horninu, niður Langahrygg, fram á Þverfellið og niður Gljúfurdalinn að upphafsstað göngunnar.
kerh
Heildar göngutími: um 4 tímar
Mestahæð: 851 metrar
Vegalengd um 10. Km
  default GPS (17 KB)  til viðmiðunnar
Eins og alltaf þá eru allir velkomnir, kvetjum við alla félagsmenn jafnt sem aðra til að mæta og taka þátt í ódýrri líkamsrækt og göngu í skemmtilegum félagsskap
Brottför af bílaplani við Fjölbrautarskólann á Selfossi kl.09:00. Þar verður sameinast í bíla og ekið að uppsstað göngunnar,sætisverð kr. 1,000-, reikna má með að gangan hefjist um kl:10:00.
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Göngustjóri Daði Garðarsson
Með göngukveðju ferðanefndin.

Um leið og félagið óskar ykkur gleðilegs sumars og þakkar fyrir góða þátttöku í gönguferðum vetrarins, höfum við ákveðið að vera með kvöldferð 18. apríl n.k.síðasta vetradag (frídagur daginn eftir).Von okkar er að sjá ykkur sem flest í þeirri göngu.
Upphafsstaður göngunnar er við Þórustarnámuna, göngum aðeins austur með fjallinu og þar upp á brún, fylgjum suðurbrúninni að vörðunni þar sem gestabókin er, kvittum í hann eins og góðum gestum sæmir. Rúllum svo undan brekkunni að upphafsstað göngunnar.
Þetta er svolítið brött byrjun, en engum verður meint af því.

20171118 134742 Medium
Vegalengd: um 5. Km
Göngutími: um 2 1/2. Klst
Göngustjóri Sævar Gunnarsson.
Lagt verður af stað kl. 18:00, stundvíslega.

Eins og alltaf þá eru allir velkomnir, hvetjum við alla félagsmenn jafnt sem aðra til að mæta og taka þátt í göngu í skemmtilegum félagsskap. 
Muna að klæða sig eftir veðri og þar sem gangan er að kvöldi til og við gætum lent í því að það verði farið að skyggja í lok göngunnar, er mælt með því að taka með sér ljós.
Heimildir: könnun á vettvangi.
Með göngukveðju Ferðanefndin

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu á skrifstofu Kjarna-bókhalds ehf á Austurvegi 6 á Selfossi. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2018 er að þessu sinni helguð Upphéraði og öræfunum suður af, höf. Hjörleifur Guttormsson.

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top