Rauðfossfjöll er áberandi fjallaklassi, dökkleitur, gróðurvana, brattur og hár (hæstu tindar sem hér segir: 1207 m., 1176 m, 1160 m, 1092 m og 1020 m.y.s.). 
Rauðfossakvíslin uppspretta kvíslarinnar er í hlíðum Rauðfossafjalla steypist niður á Fitjarnar í Rauðfossi (Rauðfossum), u.þ.b. 60 m. háum. Breiðir úr sér um rauðleitar klappirnar í fallinu. Blasir við af Dómadalsleið en auðvelt er að missa af honum, þegar miklar fannir eru við hann. Þá er hann svo samlitur þeim. 
raudfossfjoll
Þó risafjöllin Hekla og Rauðfossafjöll séu sitthvoru megin við Krakatind með sína 1025 m.y.s, þá er hann áberandi þar sem hann rís stakur og tindóttur upp úr hraunbreiðunum. Jeppaslóði sem tengir saman Dómadalsleið og Fjallabaksleið syðri liggur meðfram tindinum. 
Brottför af bílaplani við Fjölbrautarskólann á Selfossi kl.08:00. Ökum sem leið liggur upp Landsveitina og beygjum inn á veg F225 Landmannaleið (Dómadalsleið) og að upphafsstað göngunnar við Rauðufossa, tekur okkar svona 1 ½ klst. Fyrir þá sem nýta sér sæti hjá öðrum, er gjaldið kr.2.500- .
Gengið um mela, hraun og sanda
Vegalengd um 22 km 
Uppsöfnuðhækkun um 1300m 
Göngutími áætlaður 8. klst
Göngustjóri Daði Garðarsson
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

Jarlhettur sjást víða af Suðurlandi, enda ber þessa hvassbrýndu tinda við hvíta bungu Langjökuls. Þessi röð tignarlegra en mishárra tinda er 15 km löng frá vesturöxl Einifells og inn fyrir Innstu-Jarlhettu, sem jafnframt er hæst þeirra, 1084 m. Á annarri sprungu í sömu átt, en spölkorni framar, eru sjö tindar, allir lægri. Vestastur þeirra, og sá eini sem stendur alveg sér, er Staka-Jarlhetta uppi á Skerslum og framan við Stóru-Jarlhettu. En tilsýndar verða þessir sjö tindar ekki greindir frá þeim þrettán sem standa í aftari röðinni, enda skammt á milli þeirra. 
Jarlhettur eru með sérstæðustu fjöllum á Íslandi og jafnframt myndrænar með afbrigðum. 35821847 10214950812022384 5067385634830680064 o
Brottför af bílaplani við Fjölbrautarskólann á Selfossi kl.08:00. Þar verður sameinast í bíla og sætisverðið er kr.2.000,-
Reiknað má með að það taka u.þ.b. um 2. klst. að keyra að upphafsstaða göngunnar við Skálpanes frá Selfossi.
Gengið er um hraun og sanda
Vegalengd um 16. Km, tími um 6. klst.
Uppsöfnuð hækkun um 830 m.
Göngustjóri verður Björg Halldórsdóttir
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

Í Tindfjöllum rísa margir tindar og eru Ýmir og Ýma þeirra hæstir. Fleiri tindar eru þó áhugaverðir og í þessari ferð verður gengið á gíginn Sindra og jafnvel á Ásgrindur. Í góðu veðri er stórkostlegt útsýni þaðan yfir Þórsmörk og Fjallabak allt til Hrafntinnuskers og Háskerðings. Einnig blasir Suðurland við og Hekla virðist næstum innan seilingar. Athugum svo í bakaleiðini hvort við förum yfir Vestriöxl (rauða trakið).
Brottför af bílaplani við Fjölbrautarskólann á Selfossi kl.08:00. Þar verður sameinast í bíla og sætisverðið er kr.2.000,-. Ekið sem leið liggur inn í Flótshlíð, upp og innfyrir Einhyrning.33399984 10214745491929510 4842575634829934592 o
Reiknað má með að það taka u.þ.b. 1 ½ -2. klst. að keyra að upphafsstaða göngunnar frá Selfossi.
Vegalengd: um 18. km
Göngutími: um 7.klst
Byrjunarhæð: 530m
Mestahæð: 1280

 

Göngustjóri verður Daði Garðarsson
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu á skrifstofu Kjarna-bókhalds ehf á Austurvegi 6 á Selfossi. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2018 er að þessu sinni helguð Upphéraði og öræfunum suður af, höf. Hjörleifur Guttormsson.

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top