ATH. Breyting á gönguNÆSTA SUNNUDAGUR KL. 09:00 Farið verður á Reykjafell fyrir ofan Skíðaskálan í Hveradölum. Þar verður tekin einhver skemmtilegur hringu og ræðst hann að einhverju leiti af veðri og vindum. Bæði hvað tíma og vegalengd varðar. Svolítil óvissuferð.reykjafell
Farið frá FSU Selfossi kl. 9.00 sameinst í bíla. Þeir sem þyggja far greiði 500 kr.
Hittumst við skíðaskálan í Hveradölum og hefjum göngu þar ca. kl. 9.30
Göngustjórar Hulda Svandís Hjaltadóttir og Olgeir Jónsson

UPPSELT ER Í ÞESSA FERÐ

Þá er komið að okkar árlegu strandgöngu. Nú hefjum við gönguna við smábátahöfnina í Keflavik og göngum út fyrir Voga á Vatnsleysuströnd. Vegalengdinn er um 20 km. Gangan frá smábátahöfninni út fyrir Njarðvík er fin göngu hjólastígur sem liggur með ströndinni. Þá tekur við melar óg mólendi meðfram ströndinni á Vogarstapa. Getur það verið þýft og þyngra yfirferðar á köflum. Hækkun á göngu er mjög lítil. Lagt verður á stað frá FSU kl. 8.00 sameinast í bíla og haldið í voga á Vatnsleysuströnd. 86639105 10157074311990838 5240844039472807936 oGott að þeir sem þyggja far með öðrum greiði 1000 kr fyrir farið. Stopum smá við N1 í Hafnafirði og hittum þar vonandi fleiri félaga. Í Voga kemur síðan hópferðabíll sem flytur okkur á upphafsstað göngu í smábátahöfninni. Verðum þar ca. kl. 9.40 Kostar far með honum 1000 kr. Hafa með sér lausafé.
Gangan hefst síðan um kl. 10.00
Endilega merkið við ef þið ætilið að koma. Þurfum að vita út af stærð á bíl til að flytja okkur.

Göngustjóri á vegum FFÁR
Björg Halldórsdóttir

Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

 

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu hjá stjórn félagsins. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2021 er að þessu sinni um Laugaveginn og Fimmvörðuháls höfundar Ólafur Örn Haraldsson

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top