Í samræmi við undirtektir við fyrirhugaðri ferð á Högnhöfða á laugardag, hefur áætlun verið breytt. Farið verður í kvöld, föstudagskvöld 19. júni og lagt af stað frá Samkaul (Horninu) á Selfossi kl 17:30. Þar verður sameinast í bíla eftir þörfum. Sólskinsganga! Allir velkomnir.
Þeir sem ætla að mæta í Göngugleði á Högnhöfða laugardag 20. júní, eru vinsamlega beðnir að skrá sig með tölvupósti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Slíkt auðveldar skipulagningu ferðarinnar og undirbúning ferðaþjónustuaðila í Úthlíð. Allar nánari upplýsingar um ferðina eru í frétt hér á heimasíðunni. Þátttökugjald er ekkert, er hver ferðast og kaupir þjónustu á eigin kostnað. Allir velkomnir.
Loksins eru myndasyrpur komnar inn á heimasíðuna. Þær má skoða undir liðnum Myndir, hér til vinstri. Ferðasögur og upplýsingar um fólk á myndum eru vel þegnar. Þær sendist á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og verða þá settar inn hið fyrsta. Óski fólk eftir myndum í upprunalegi stærð, þá er hægt að panta þær með tölvupósti einnig.

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu hjá stjórn félagsins. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2022 er að þessu sinni um Undir jökli frá Búðum að Ennisfjalli höfundur Sæmundur Kristjánsson

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top