Góðir félagar !
 
Minnum á félagsfundinn í Karlakórsheimilinu kl: 20:00  í kvöld. Kaffiveitingar. Á fundinn mætir Leifur Þorsteinsson, en hann hefur skrifað nokkrar ferðabækur og hefur starfað sem fararstjóri hjá FÍ um árabil. Hann fræðir okkur um Torfajökulssvæðið, svæðið fyrir botni Hvalfjarðar yfir að Þingvöllum og fleira.
 
Vinsamlegast takið þátt í skoðanakönnum sem er í gangi á ffar.is og skoðið nýja og glæsilega framsetningu á myndavefnum. 
 
Á fundinum hefst skráning fyrir alvöru í göngu-og jeppaferðina Hrafntinnusker og rýnt verður í veðurhorfur helgarinnar. Enn vantar trússara.
 
Á fundinum ræðum við einnig og metum starfsemina á þessu hálfa ári sem liðið er frá stofnun. Ítarlegri skoðanakönnun fer fram á fundinum og verður hún ferðanefndinni veganesti um næstu viðburði. Ræddar verða hugmyndir að nokkurra daga sumarleyfisferð næsta sumar.
 
JGB
 
 

Viljum endilega benda áhugasömum á GPS-námskeið hjá Fræðslunetinu

http://www.fraedslunet.is 30. september nk.

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu hjá stjórn félagsins. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2023 að þessu sinni er Flóinn - milli Ölfusár og Þjórsár höfundar Inga Lára Baldvinsdóttir, Magnús Karel Hannesson og Jóhann Óli Hilmarsson

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top