Högnhöfðinn er 1002 metrar á hæð. Ari Trausti og Þorleifur lýsa því sem móbergshrygg, miklu um sig, aflöngu frá norðaustri til suðvesturs, í bókinni Íslensk fjöll. Leiðinni lýsa þeir sem greiðfærri, um brattar skriður og mela.

Mæting er að venju við „Hornið“ á Selfossi kl. 08:00, sameinast þar í bíla og ekið að Úthlíð í Biskupstungum. Þar mun heimamaðurinn Ólafur Björnsson taka á móti okkur og leiða gönguna. Ekið verður frá Úthlíð að fjallsrótum.

Hækkun ca 700 m og áætluð vegalengd ca 10- 12 km. Reikna má með 6 tímum á göngu.

Munið eldsneytispening 1000 kr fyrir þá sem fá far með öðrum.

Við minnum á fatnað við hæfi, gott nesti og nóg að drekka því að sjálfsögðu verður tekin nestispása. Í vetrarferðum mælum við eindregið með því að fólk hafi göngubrodda meðferðis.
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.

Með kveðju frá ferðanefnd

Mælifell og Sandfell 11. júní

 

Minnum á gönguna á Mælifell (365 mys) og Sandfell (409 mys) á laugardaginn. Mæting við Hornið kl. 9.00. Ekið upp Grafning og verður upphaf göngunnar við skilti merkt Hraunhöfn sem er á milli Hagavíkur og Nesjavalla. Stapafell
Lengd göngunnar er um 10 km. og göngutími 3-4 klst.
Þetta er þægileg ganga ekki brattar brekkur og gott útsýni af báðum fjöllunum í góðu veðri.

Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.

 Með kveðju Ferðafélag Árnesinga

 

 

Skarðsheiði/Heiðarhorn 4. júní

 

Spáð er hægri norð-vestan átt á laugardag og því góðar líkur á óviðjafnanlegu útsýni af Heiðarhorninu. Gengið verður á fjallið upp með Skarðsá. Þátttakendur séu vel búnir til um 5 stunda göngu með nesti, skjólgóðan fatnað og að ógleymdu sína besta gönguskapi.Það er ennþá snjór í Skarðsheiðinni þannig að gott er að taka með sér göngubrodda.
Heiðarhornið er 1055 metra hátt og gönguleiðin er um 10 km. löng.
skarðsheidi
Mæting á planinu við veitingahúsið Laxárbakka kl 09:30. Þessi ferð er utan hefðbundinnar dagskrár
Þetta er ca 45 mín akstur úr Mosfellsbæ - frá Selfossi þarf að gefa sér alveg 1 og 1/2 klst þannig að brottför frá Samkaup á Selfossi kl 08:00. 

þar sem sameinast verður í bíla. Verð fyrir sæti með öðrum þaðan er 2,000 kr (Hvalfjarðargöngin og svo er þetta dágóður spotti að keyra).

Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum. 

Mynd frá Ómari Óskarssyni

Með kveðju Ferðafélag Árnesinga

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu á skrifstofu Kjarna-bókhalds ehf á Austurvegi 6 á Selfossi. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2017 er að þessu sinni helguð Ísafarðardjúpi - Við Djúpið Blátt.

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:18:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top