Fyrsti vetrardagur. Gengið verður í Tungufellsdal og nágrenni. Gangan hefst rétt innan við bæinn Tungufell í Hrunamannahreppi. Tekin verður hringur og verður aðeins tekið mið af veðri. Gönguland er nokkuð þægilegt og lítil hækkun.245689808 10158531629790838 8890205514245122756 n

Farið verður frá FSU kl. 8.30. Um klukkustundar keyrsla að Tungufelli.
Göngustjóri Björg Halldórsdóttir
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

Þá er komið að Þríhyrningi,Sævar Jónsson mun leiðsegja okkur um þetta magnaða svæði.Gengið að Þjófafossi og Þjófahelli og þaðan að norður horni Þríhyrnings.

5242158875 e3210e6bd7 cMynd Hugi Ólafsson
Göngutimi ca. 4 timar.Mæting við Fjölbraut 08.30 siðan keyrum við að Hellu á Olísplanið þar tekur Sævar á móti okkur.
kv Göngunefnd FFÁR

Ath!!!!! Það er uppselt i ferðina.

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu hjá stjórn félagsins. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2023 að þessu sinni er Flóinn - milli Ölfusár og Þjórsár höfundar Inga Lára Baldvinsdóttir, Magnús Karel Hannesson og Jóhann Óli Hilmarsson

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top