Ganga á alla tinda Þríhyrnings 6. maí

Félagið vill þakka fyrir þátttöku síðasta vetradag á Ingólfsfjall. Vonum að sjá ykkur sem flest laugardaginn 6. maí en þá erum við með gönguferð á fjallið Þríhyrning í Rangárvallasýslu.  Lagt verður af  stað frá Samkaup (Horninu) kl 9.00, þar sem safnast verður saman í bíla, gjald fyrir sæti er kr.1000- og stefnan tekin á Fljótshlíðina.thri

Beygt verður upp hjá Tumastöðum og ekið upp í Vatnsdal, en svo nefnist lítill dalur sem liggur vestan Þríhyrnings. Við Fiskána verður stöðvað og gönguskórnir hnýttir. Gönguleiðin er stikuð og liggur upp áhálssunnan fjallsins og þaðan beint upp aðtoppnum. Útsýnið af fjallinu er stórfenglegt. Allt Suðurlandsundirlendið liggur fyrir fótum manns, allt frá Seljalandsfossi að Ingólfsfjalli. Í norðri glampar á Langjökul og Heklan er tignarleg skammt frá í norðaustri. Í fjallinu milli tindanna þriggja er  Flosadalur, en þar leyndust Flosi og menn hans fyrir óvinum sínum, eins og segir í Njáls-sögu.

Í Vatnsdalnum, skammt frá þeim stað er við hefjum gönguna, er Vatnsdalshellir. Hellisopið sést varla úr bíl þrátt fyrir að opið sé rétt um 20 m frá veginum, sem er á milli Vatnsdals og Fiskár. Lítið gat sést framan á hól einum, en þegar inn er komið er hellirinn nokkuð stór og þar getur að líta op upp í gegnum þakið, líklega reykop ofan við hlóðir. Göngustjóri Ólafur Auðunsson.

Vegalengd: 9. km 
Göngutími: um 4. klst 
Byrjunarhæð: 160m 
Mestahæð: 678m

  default GPS-leið (2 KB)

Eins og alltaf þá eru allir velkomnir, kvetjum við alla félagsmenn jafnt sem aðra til að mæta og taka þátt í göngu í skemmtilegum félagsskap.

Göngukveðja Ferðafélag Árnesinga

Heimild: könnun á vettvangi

Kveðjum veturinn með kvöldgöngu á Ingólfsfjallið

Um leið og félagið óskar ykkur gleðilegs sumars og þakkar fyrir góða þátttöku í gönguferðum vetrarins, höfum við ákveðið að vera með kvöldferð 19. apríl n.k.síðasta vetradag (frídagur daginn eftir).Von okkar er að sjá ykkur sem flest í þá göngu.vetradagur

Upphafsstaður göngunnar er við afleggjarann að Hvammi, síðan beint af augum upp svo kallaða Aulagil og stefnum síðan á suður brúnir fjallsins upp af Djúpadal, þar sem gestbókin bíður okkar.
Þetta er svolítið brött byrjun, en engum verður meint af því.
Vegalengd: um 8. Km
Göngutími: um 3. Klst

Eins og alltaf þá eru allir velkomnir, hvetjum við alla félagsmenn jafnt sem aðra til að mæta og taka þátt í göngu í skemmtilegum félagsskap. Göngustjóri Sævar Gunnarsson.
Lagt verður af stað frá Þórustaðarnámu kl. 18:30, stundvíslega. Þar verður safnast saman í rútu og okkur keyrt vestur fyrir fjallið að upphafsstað göngunnar við Hvamm, gjald kr. 500-.
Útbúnaður: hlífðarfatnaður, eitthvað að maula og drekka og þar sem gangan er að kvöldi til og við gætum lent í því að það verði farið að skyggja í lok göngunnar, er mælt með því að taka með sér ljós.

Heimildir: könnun á vettvangi.

Með göngukveðju Ferðafélag Árnesinga

Upphaf göngu er í Hveradölum, rétt neðan við Skíðaskálann. Gengið verður fyrst um göngin undir þjóðveginn. Þaðan verður gengið á hnúkana sunnan við veginn. Leiðin liggur um hæðir og hóla, svolítið upp og niður, trúlega verða hólarnir 6 talsins. Hækkunin er ekki mikil, í mesta lagi 100 m. fyrir hvern hól. Vegalengdin er ca. 8 km. og reikna með 3 – 4 tímum á göngu.Grauhnukar
Brottför frá Samkaup (Horninu) á Selfossi kl. 9:00. Þar verður sameinast í bíla og sætisverðið er kr. 1.000,-.
Hulda Svandís Hjaltadóttir verður göngustjóri í ferðinni.
Við minnum á fatnað við hæfi, gott nesti og nóg að drekka því að sjálfsögðu verður tekin nestispása. Það er ekki verra að hafa göngubroddana meðferðis.
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.
Með kveðju frá ferðanefnd

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu á skrifstofu Kjarna-bókhalds ehf á Austurvegi 6 á Selfossi. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2018 er að þessu sinni helguð Upphéraði og öræfunum suður af, höf. Hjörleifur Guttormsson.

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:18:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top