Svörtubjörg Selvogi 20. janúar

Við leggjum í gönguna frá Selvogsrétt á Réttartanga sem er austan við Hlíðarvatnið í Selvogi, farið er um svokallaða Flatarhóla og upp á Svörtubjörg þar eftir brúninni að Eiríksvörður, en hana er Eiríkur prestur í Vogsósum sagður hafa látið hlaða 1710 og mælt síðan svo fyrir um að á meðan varðan stæði væri Selvogur hólpinn fyrir Tyrkjanum. Héðan höldum við austur af og að fjárrétt númer 2 og síðan með stefnu á Einbúa og Vörðufellið en á því eru margar vörður sem voru reistar í sama tilgangi og Eiríksvarðan. Hér er fjárrétt númer 3.(þetta er orðið eins og réttardagur), höldum við héðan um Strandarhæð að Strandarhelli og að upphafsstað göngunnar.GPS

Um er að ræða óverulega hækkun og lengd göngu er um 12 km og göngutími um 4.klst fer eftir veðri og færð.
Brottför af bílaplani við Fjölbrautarskólann á Selfossi kl.09:00. Þar verður sameinast í bíla og sætisverðið er kr.1.000,-

  default GPS (8 KB)  til viðmiðunnar, handgerð slóð

Göngustjóri Björg Halldórssdótir

Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin.

Gleðilegt nýtt ár!
Ferðafélag Árnesinga óskar félagsmönnum sínum og öðrum gleðilegs nýs árs og megi nýja árið verða heillaríkt og gott gönguár.
Nú er komið að fyrstu ferð ársins úr metnaðarfullri ferðaáætlun okkar, ferðin verður nk. laugardag 6. janúar, og verður á Inghól, engin ástæða að breyta út af vananum, farið upp með Þórustaðanámu. Munið að klæða ykkur eftir veðri það getur verið kalt og vindasamt á toppnum, einnig minnum við á göngubroddana og eitthvað heitt að drekka. Um að gera að ganga af sér hátíðarsteikurnar, sjáumst hress að vanda. Áætlaður göngutími er um 3. klst. mæting við Þórustaðanámu kl. 10:00 stundvíslega.
inghóll
Vegalengd: um 9 km 
Göngutími: um 3. klst 
Byrjunarhæð: 60. m 
Mestahæð: 550. m

Með kveðju Ferðafélag Árnesinga

Ferðaáætlun 2018

Góðu göngufélagar,  nú þurfi þið að skipuleggja fríin ykkar og taka tillit til þess í þeirri skipulagningu að ferðaáætlun FFÁR fyrir árið 2018 birtist ykkur á Fésinu og hér á heimsíðunni okkar ffar.is. Þetta er metnaðarfull áætlun þar sem boðið er upp á ferðir við allra hæfi.

pdf Ferðaáætlun 2018 (275 KB)

Um leið og félagið þakkar ykkur fyrir þátttöku í viðburðum á árinu sem er að líða, óskum við ykkur gleðilegrar jóla og farsældar á næsta gönguári.

Ferðafélag Árnesinga

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu á skrifstofu Kjarna-bókhalds ehf á Austurvegi 6 á Selfossi. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2018 er að þessu sinni helguð Upphéraði og öræfunum suður af, höf. Hjörleifur Guttormsson.

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top