Ingólfsfjall 21. apríl

Kveðjum veturinn með kvöldgöngu á Ingólfsfjallið.

Að þessu sinni skulum við feta í fótspor Ingólfs, skreppa á fjallið og virða fyrir okkur það útsýni sem forðum blasti við honum. Ingólfsfjall er hæst 551 m y.s. Það er hömrum girt að mestu nema að norðanverðu, þar eru aflíðandi brekkur upp að fara. Fyrrum, þegar mest allt Suðurlandsundirlendið var sjávarbotn, gekk sjór allt upp að Ingólfsfjalli og brotnaði hafaldan þá á þessum klettum. Að ofan er fjallið flatt. Það er um 5 km frá vestri til austurs en um 7 km frá norðri til suðurs. Við hefjum gönguna fyrir neðan Grænhól.

Gosferð í Þórsmörkina brottför kl:13:00

Samkvæmt tilkynningu úr Samhæfingarmiðstöð þá er öllum slóðum og vegum lokað að gosstöðunum, gert er ráð fyrir fundi hjá Almannavörnum kl:11:00 og niðurstöður þess fundar er að vænta í hádeginu. Vegna þessa ástans verðum við að fresta fyrirhugaðari ferð, fylgist með hér á netinu um framhaldið, ef lokun á svæðinu verður aflétt, ætlum við að fara kl: 13:00

Ef að þessu verður mælist stjórn Ferðafélagsins til þess að þeir sem ætla í ferðina taki far með rútu sem verður til taks, þá dreifist kostnaður á fleiri og við ferðumst öll saman.

Gosferð um páska.

Fyrirhuguð er ferð á gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi um páskana, fylgist með nánari fréttum um ferðina hér á vefnum.

Möguleikarnir eru tveir, upp frá Skógum og nú úr Þórsmörkinni eftir að opna var fyrir þann möguleika í dag, þriðjudag.

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu hjá stjórn félagsins. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2023 að þessu sinni er Flóinn - milli Ölfusár og Þjórsár höfundar Inga Lára Baldvinsdóttir, Magnús Karel Hannesson og Jóhann Óli Hilmarsson

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top