Hekla 29. maí

Heklu þarf trúlega ekki að kynna fyrir neinum. Þetta magnaða eldfjall blasir víða við af Suðurlandinu og hefur í aldanna rás ógnað byggðum í nærsveitunum. Hekla er eitt af virkustu eldfjöllum landsins og það eldfjall sem hefur spúð frá sér mestu magni gosefna, hrauni, gjósku og vikri.

Kvöldganga á Ingólfsfjall 12. maí

Um leið og félagið vill þakka en og aftur fyrir glæsilega metþátttöku í gönguna síðasta vetradag á Ingólfsfjall, en í þá göngu mættu 60. manns, höfum við ákveðið að vera með álíka kvöldferð 12.maí n.k.(frídagur daginn eftir).Von okkar er að sjá ykkur sem flest í þá göngu.

Ingólfsfjall í Ölfusi er 551m hátt og er það hömrum girt á þrjá vegu og mjög hlíðabratt.  Þegar sjávarstaða var hæst í ísaldarlok hefur það verið sæbrattur höfði sem brimið braut niður og skapaði þá hinar bröttu hlíðar.

Ganga á alla tinda Þríhyrnings 15. maí

 Félagið vill þakka fyrir met þátttöku síðasta vetradag á Ingólfsfjall, en í þá göngu mættu 60. manns. Vonum að sjá ykkur sem flest laugardaginn 15. maí en þá erum við með gönguferð á fjallið Þríhyrning í Rangárvallasýslu.  Lagt verður af  stað frá Samkaup (Horninu) kl 12.00, þar sem safnast verður saman í bíla og stefnan tekin á Fljótshlíðina.

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu hjá stjórn félagsins. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2023 að þessu sinni er Flóinn - milli Ölfusár og Þjórsár höfundar Inga Lára Baldvinsdóttir, Magnús Karel Hannesson og Jóhann Óli Hilmarsson

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top