Heldur betur hefur ræst úr göngugleðinni á Högnhöfða. Einn hópur lagði af stað í kvöld, en annar hópur ætlar að halda upphaflegri áætlun laugardagsins. Þeim sem vilja skella sé í síðari hópinn er bent á að lesa nánar um þá ferð í frétt hér á undan. Sumir ætla að mæta beint í Úthíð, en aðrir að hittast á Selfossi, við Hornið. Þá er bara að drífa sig!

Í samræmi við undirtektir við fyrirhugaðri ferð á Högnhöfða á laugardag, hefur áætlun verið breytt. Farið verður í kvöld, föstudagskvöld 19. júni og lagt af stað frá Samkaul (Horninu) á Selfossi kl 17:30. Þar verður sameinast í bíla eftir þörfum. Sólskinsganga! Allir velkomnir.
Þeir sem ætla að mæta í Göngugleði á Högnhöfða laugardag 20. júní, eru vinsamlega beðnir að skrá sig með tölvupósti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Slíkt auðveldar skipulagningu ferðarinnar og undirbúning ferðaþjónustuaðila í Úthlíð. Allar nánari upplýsingar um ferðina eru í frétt hér á heimasíðunni. Þátttökugjald er ekkert, er hver ferðast og kaupir þjónustu á eigin kostnað. Allir velkomnir.

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu hjá stjórn félagsins. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2020 er að þessu sinni helguð Rauðasandshreppi hin forni höfundar Gísli Már Gíslason og Ólafur B. Thoroddsen.

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top