Ármannsfell  26. júní

    Ekið sem leið liggur til Þingvalla. Skammt vestan við Þjónustumiðstöðina er beygt til hægri inn á veginn sem liggur áleiðs að Uxahryggjum, Kaldadal og niður í Borgarfjörð. Ekið eftir þeim vegi, þar til komið er að skilti á vinstri hönd sem vísar að eyðibýlinu Svartagili þar sem gangan hefst.

ÞJÓRSÁRTUNGUR

    Dagana 21.-24. júlí stendur Ferðafélag Árnesinga fyrir göngu um Þjórsártungur. Í fornum heimildum er svæðið milli Þjórsár og Tungnaár kallað Þjórsártungur, það er svæði sem í dag kallast Holtamannaafréttur. Gönguleið þessi fylgir austurbakka Þjórsár frá Hreysiskvísl að Uppgöngugili við Sultartangalón. Á þessari leið er fögur fjallasýn, þarna eru ár og lækir með tignarlegum fossum ásamt auðnum og gróðurvinjum með ótrúlegu blómskrúði. Að hluta til verður gengið eftir vörðuðu þjóðleiðinni um Sprengisand en hún var vörðuð á árunum 1905-6. Einnig verður staldrað við hjá rústum Eyvindarkofa í Eyvindarveri.

Tindfjöll 12. júní

Í Tindfjöllum rísa hæst tindarnir Ýmir og Ýma. Af þeim er í góðu veðri stórkostlegt útsýni yfir Þórsmörk og Fjallabak allt til Hrafntinnuskers og Háskerðings. Einnig blasir Suðurland við og Hekla virðist næstum innan seilingar.

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu hjá stjórn félagsins. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2023 að þessu sinni er Flóinn - milli Ölfusár og Þjórsár höfundar Inga Lára Baldvinsdóttir, Magnús Karel Hannesson og Jóhann Óli Hilmarsson

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top