Gosferð 24. júlí

Þar sem félagsmenn sýna mikinn áhugia á því að við ferðumst saman inn í Þórsmörk um helgina, hefur verði ákveðið að við munum taka rútu frá Samkup (Horninu) kl: 08:00 á laugardaginn.
Eins og alltaf þá eru allir velkomnir, hvetjum við alla félagsmenn jafnt sem aðra til að mæta, og taka þátt í göngu í skemmtilegum félagsskap og í óborganlegu umhverfi.

Sjá nánar um ferðina í fréttinni hér á undan.

Með göngukveðju Ferðafélag Árnesinga

 


 


Gosferð 24. júlí.

Ákveðið hefur verið að fara að gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi laugardaginn 24. júlí n.k.
Við ætlum að leggja af stað frá Horninu stundvíslega kl: 08:00, ekið er inn að Strákagili  inn af Básum , þar sem áætlað er að gangan hefjist um  kl: 10:30.
Gönguferðin er um Morinsheiði, upp Bröttufönn að gosstöðvunum er um 6 klst ganga, vegalengt um 10. km. og hækkun um 700-800. metrar.

Kýrgil_Hengill 10. júlí

      Ekið sem leið liggur inn á Ölkelduháls. Til að komast þangað er beygt til hægri út af veginum yfir Hellisheiði, svolítið fyrir ofan seinustu beygju í Kömpunum. Ekið er eftir veginum í gegnum hraunið og yfir Hengladalaá og áfram yfir Birtu og að borholunni sem er einna vestast á svæðinu.

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu hjá stjórn félagsins. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2023 að þessu sinni er Flóinn - milli Ölfusár og Þjórsár höfundar Inga Lára Baldvinsdóttir, Magnús Karel Hannesson og Jóhann Óli Hilmarsson

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top