ATH Gangan færist yfir á sunnudag vegna veðurspár. Annað breytist ekki.
 
Strandgangan okkar þetta árið er úr Vogum á Vatnsleysuströnd út í Hvassahraun. Er þetta um 20 km leið. Gönguland er breytilegt eins og gengur í fjörum. Á þessari leið er nokkur byggð og eyðibýli með sögu.
Farið frá Selfossi kl. 8:00 og hist við N1 í Hafnarfirði og haldið þaðan kl. 8:50 á Reykjanesbrautina og beygt útaf á veg 420 að Hvassahrauni. Þar verður sameinast í rútu og haldið út í Voga þar sem gangan hefst eitthvað að nálgast kl. 10:00
Þeir sem eru í skráðir í félaginu greiða ekki fyrir farið en aðri 2.000 kr. Greiði það til farastjóra á staðnum.hvassah
Það er grímuskilda í rútu.
Þeir sem þurfa á fari að halda frá Selfossi eða Hafnarfirði veri búnir að tryggja sér það áður. Sanngjarnt að greiða þeim sem maður fær far með. t.d. 1.000 kr frá Selfossi og 500 kr frá Hafnarfirði
Göngustjóri á vegumm FFÁR Olgeir Jónsson
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

 

Reyðarbarmur er hryggur sem liggur ofan Laugarvatnsvalla.
Gamli Gjábakkavegurinn liggur þar við í gegnum Barmaskarð.
Farin verður um 10 km hringur aðeins leikin af fingrum fram eftir færi og veðri. Upphafsstaður göngu er við afleggjarann að Bragarbót.reyð
Hefst hún um kl. 9.30
Í vetrargöngu er nauðsynlegt að vera vel búinn. Gott nesti, hlý föt og broddar.
Lagt af stað frá FSU kl. 9.00
Mælum með að þeir sem þurfa að fá far með öðrum séu búnir að tryggja sér það. Verðun enn að vanda okkur og virða reglur.
Ef hópurin fer yfir fjöldatakmörk verðum við að skipta honum upp.
Göngustjórn er á vegum félaga FFÁR
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin
Miðfell og Dagmálafell eru lágreist fell austan Þingvallavatns. Í daglegu tali er venjan að tala um það allt sem Miðfell en hluti þess heitir Dagmálafell. Nokkuð þægilegt göngufell með góðu útsýni. Gangan upp hefst við endan á fellinu milli vegamótanna að Mjóanesi og þar sem vegur 36 og 365 mætast.
Ath. Alltaf er nauðsyn á að vera vel búin á ferðum að vetri þó stuttar séu. Hlý föt, gott nesti og öryggisbúnaður svo sem broddar við hæfi.
Lagt af stað frá FSU kl. 9.00
Mælum með að þeir sem þurfa að fá far með öðrum séu búnir að tryggja sér það. Verðun enn að vanda okkur og virða reglur.
Ef hópurin fer yfir fjöldatakmörk verðum við að skipta honum upp.
Göngustjórn er á vegum félaga FFÁR
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

 

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu hjá stjórn félagsins. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2022 er að þessu sinni um Undir jökli frá Búðum að Ennisfjalli höfundur Sæmundur Kristjánsson

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top