Ferðaáætlun 2018

Góðu göngufélagar,  nú þurfi þið að skipuleggja fríin ykkar og taka tillit til þess í þeirri skipulagningu að ferðaáætlun FFÁR fyrir árið 2018 birtist ykkur á Fésinu og hér á heimsíðunni okkar ffar.is. Þetta er metnaðarfull áætlun þar sem boðið er upp á ferðir við allra hæfi.

pdf Ferðaáætlun 2018 (275 KB)

Um leið og félagið þakkar ykkur fyrir þátttöku í viðburðum á árinu sem er að líða, óskum við ykkur gleðilegrar jóla og farsældar á næsta gönguári.

Ferðafélag Árnesinga

Miðvikudagskvöldið 13. desember verður ganga í Hellisskóg. Þar ætlum við að eiga saman notalega stund í Hellinum við kertaljós. Safnast verður saman á bílaplaninu innan við hliðið í Hellisskógi kl:18:00. Róleg ganga við allra hæfi. Allir velkomnir, mælst er til að þau ykkar sem vilja vita hvar þið stígið niður komi með ljós. Boðið verður upp á kakó og meðlæti.

aðventaAð endingu viljum við þakka öllum þeim sem gengu með félaginu á árinu kærlega fyrir árið og hlökkum til að sjá ykkur með hækkandi sól.
Fyrsta ferð ársins 2018 sem farin verður 6. janúar er hefðbundin, farið verður á Inghól.

 

Með jóla og göngukveðju Ferðafélag Árnesinga.

Skálfellið er 574 m hátt og víðsýnt er af því í góðu skyggni. Sjá má m.a. Vestmannaeyjar og Eyjafjallajökul og nær Geitafellið, Meitlana, Bláfjöllin, Esjuna, Skálafellið á Mosfellsheiði, Hengilinn o.fl.
Ætlunin er að ganga á fjallið sunnan frá og verður gengið frá Riftúni. Minnum göngufólk á broddana.23632669 10212918679914821 6936282114098335364 o 1
Vegalengd um 13 km og reikna má með 4 til 5 tímum. Hækkun um 500 m.
Brottför af bílaplani við Fjölbrautarskólann á Selfossi kl.09:00, þar verður sameinast í bíla og sætisverðið er kr.1.000,-. eða mæting við Riftún kl:09:30
Göngustjóri verður Hulda Svandís Hjaltadóttir

Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.

Með göngukveðju ferðanefndin

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu á skrifstofu Kjarna-bókhalds ehf á Austurvegi 6 á Selfossi. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2018 er að þessu sinni helguð Upphéraði og öræfunum suður af, höf. Hjörleifur Guttormsson.

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:18:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top