Hagafjall er ofarlega í Gnúpverjahreppi. Er þægileg gönguleið á það. Á góðum degi er útsýnið þaðan gott til allra átta. Þjórsá, Hekla, og Þjórsárdalur og í hina áttina t.d. Högnhöfðinn. Gönguleiðin er mest melar og móar. Förum 12 - 15 km hring.Hagafjall
Farið verður frá FSU kl. 9.00
Þeir sem þyggja far með öðrum greið 1.000 kr fyrir sætið.
Göngustjóri á vegum Ferðafélags Árnesinga
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

Keilir og nágrenni 1. maí
Keilir er einkennisfjall Reykjaness og er móbergsfjall sem rís 379 metra yfir sjávarmál. Útsýnið er glæsilegt af Keili yfir Reykjanesskagann og víðar, einnig ætlum við að fara í Sogin sem eru sérkennilegt háhitasvæði sem er um 3, 5 km. suð-austur af Keili, svæðið er allt ummyndað af jarðhita og gefur hlíðunum fjölbreytta litaskrúð. Einnig ætlum við á Lambafellið sem er 4, 5 km. fjarlægt í norð-austur frá Soginu, eftir fellinu er slakki eða lág brún sem opnast í hrikalegri gjá sem nefnist Lambafellsgjá. Gjáin er aðeins nokkrir metra víð og mesta dýpi er um 50. metrar.keilir sogin
Vegalengd um 15. km
Göngutími um 5-6. klst
Akstur frá Selfossi að upphafsstað göngunnar er um 1 ½ klst. Vegaslóðin af Reykjanesbraut er grófur malarvegur er hann um 8. km. og er frekar hægfara.
Farið er frá FSU Selfossi kl. 8.30 og ekið að Höskuldarvöllum. 1.500 kr fyrir þá sem nýta sér sæti hjá öðrum.
Göngustjóri á vegum Ferðafélags Árnesinga
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.

Síðasta vertardag hefur myndast sú hefð að fara á Ingólfsfjall. Þá er gjarnan farin óhefðbundi leið. Nú er það Ingólfsfjall eftir endilögnu. Gengið verður af stað hjá Litla Hálsi í Grafningi og komið niður hjá námunni. Vegalengdin er um 8.5 km og heildarhækkun tæpir 500 m. Göngutími 3,5 til 4 klst. Nauðsynlegt er að vera vel búinn með gott nesti. Það kólnar hratt á kvöldin. Öruggara að hafa með sér höfuðljós á leið niður í lok göngu.
Lagt verður af stað frá Þórustaðnámunni kl 17.30 Rúta ferjar hópinn upp í Grafning.ingólfs
ATH. tímasetninguna.
Gott að merkja sig á viðburðinn þeir sem ætla að fara vegna fjölda í rútu.
Göngustjóri er Sævar Gunnarsson
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu á skrifstofu Kjarna-bókhalds ehf á Austurvegi 6 á Selfossi. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2018 er að þessu sinni helguð Upphéraði og öræfunum suður af, höf. Hjörleifur Guttormsson.

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top