Hekla 6. júlí

Heklu þarf trúlega ekki að kynna fyrir neinum. Þetta magnaða eldfjall blasir víða við af Suðurlandinu og hefur í aldanna rás ógnað byggðum í nærsveitunum. Hekla er eitt af virkustu eldfjöllum landsins og það eldfjall sem hefur spúð frá sér mestu magni gosefna, hrauni, gjósku og vikri.
Ganga á fjallið er engum ofraun og hæg leið er á Heklu að norðvestanverðu um Skjólkvíahraunið. Þá er haldið á milli hlíðar og hrauns og nokkru innan við Rauðuskál er lagt á brattann og haldið upp meginöxlina á hátindinn (1491). Önnur leið á Heklu er frá Næfurholtsfjöllum og er þá stefnan á hátindinn tekin upp Litlu – Heklu. Hekla er eitt magnaðasta útsýnisfjall Suðurlands, Fjallabakið og tindar þess blasa við nær en fjær glittir í Hvannadalshnúk og Vatnajökul. Hekla

 

 

 

 

 

 

 

 

Vegalengd 13 km, byrjunarhæð er í um 500 m,  göngutími ca. 7 tímar, heildarhækkun 1000. metrar. default GPS (12 KB)  til viðmiðunnar.
Farið frá FSU kl. 8.00 og sameinast í bíla. 1.500 kr fyrir far með öðrum.
Göngustjórar Kristjan Snær Karlsson og Björg Halldórsdóttir

Útbúnaður: Mikilvægt er að taka með sér góðan búnað, góða gönguskó, góðan hlífðarfatnað, húfu og vettlinga, göngustafi, bakpoka og nesti.

Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

Fimmvörðuháls er ein af vinsælustu gönguleiðum landsins.

fimm
Vegalengd 22. km
Áætlaður göngutími 9 – 10 klst.
Lóðrétt hækkun 1000 metrar
Farið verður með rútu frá FSU kl. 6.00 að morgni 22. júní og farið að Skógum þar sem gangan hefst.
Verðum sótt í Þórsmörk kl. 18.00
Hægt er að geyma farangur í rútunni yfir daginn .
Greiða þarf fyrir farið. Félagsmenn í FFÁR greiða 5.000- kr og aðrir 10.000- kr.
Reikningur 0189-26-001580, kt:430409-1580 og senda kvittun í SMS 8682553
Göngustjórar eru ú hópi FFÁR: Kristján Snær Karlsson, Sævar Gunnarsson, Kristjörg Bjarnadóttir og Olgeir Jónsson

Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þótt göngustjóri sé með í för.
Félagið hvetur fólk til að vera með ferða og slysatrygginu á ferðum sínum. 

Sjá nánar hér að neðan.

Áætlaður göngutími eru ca. 4. tíma ganga, alltaf erfittt að áætla nákvæmlega. Gengið um gljúfur og brattlendi að hluta. Hittumst við Fell kl: 11:00 afleggjarinn er nálægt eystri afleggjaranum að Pétursey. myrdalurFell
Þar hittum við göngustjórann Margréti Steinunni Guðjónsdóttir.
Farið verður frá FSU kl. 9.00 tekið smá stop á Hvolsvelli.
Þeir sem fá far með öðrum greiði 1.500 kr fyrir sætið.

Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvori farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þótt göngustjóri sé með í för.
Félagið hvetur fólk til að vera með ferða og slysatryggingu á ferðum sínu,.
Með göngukveðju ferðanefnd.

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu á skrifstofu Kjarna-bókhalds ehf á Austurvegi 6 á Selfossi. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2018 er að þessu sinni helguð Upphéraði og öræfunum suður af, höf. Hjörleifur Guttormsson.

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top