Að venju er síðasta ganga ársins í Hellisskógi og endað í Hellinum. Eigum þar stund saman með súkkulaði og piparkökum.
Gott ef hver kemur með sinn bolla.318326018 10159277744905838 7091717708453128853 n
Létt og þægileg ganga.
ATH. það getur verið hálka á stígunum og því gott að hafa brodda.
Allir velkomnir. Tilvalið fyrir afa, ömmur og barnabörn.
Gangan hefst kl. 18.00 á bílaplaninu í Helliskógi.
Sjáumst og njótum samveru.
Stjórn FFÁR 
Sýna minna
ATH. ferðin gæti færst yfir á sunnudag vegna veðurspár.
Verður þá tilkynnt á fimmtudagskvöld. Fylgist með.
Hlíðarkista er á Hlíðarfjalli fyrir ofan bæinn Hlíð í Gnúpverjahreppi. Þegar upp er komið er fátt sem skyggir á útsýnið yfir sveitirnar og fjallahring. Gangan á fjallið er frekar þægileg. Vegslóði upp og gróið heiðarland.316658517 10159258946115838 7484947131977406619 n
Göngutími er 3 - 4 klst. Hækkun ca. 250 m.
Farið frá FSU Selfossi kl. 8.30
Þeir sem þiggja far með öðrum greiði fyrir.
Ekið í átt að Árnesi og farin vegur 326 að bænum Hlíð
Göngustjóri Halla Eygló Sveinsdóttir
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin
Lesa allan textann.
Ef það þarf að breyta kemur það á fimmtudag.
Prestastígur er gömul og fjölfarin leið á milli Grindavíkur og Hafna þótt núverandi nafn sé ekki mjög gamalt. Leiðin er vel vörðuð og ber þess víða merki að umferð um hana hafi verið mikil. Frá Húsatóftum í Grindavík liggur leiðin inn í hraunið, yfir Hrafnagjá, að Rauðhóli við suðurenda Eldvarpa. Gengið verður áfram með suðurhlíð Sandfellshæðar við Haugsvörðugjá og síðan að Junkaragerði. Vegalengd 16 km. Göngutími 5-6 klst.
Þægilegt gönguland með mjög lítilli hækkun.313290557 10159182408735838 3093500312159005318 n
Farið frá FSU kl 8.30 og haldið að Golfskálanum í Grindavík.
Þaðan förum við með rútu í Hafnir að upphafsstað göngu.
ATH. getur verið Grindavík - Hafnir ef veður er þannig.
Greiða þarf 1.000 kr fyrir rútu fyrir félagsmenn og 2.000 kr fyrir aðra. Greiðist á staðnum eða leggið inn á kt. 430409-1580 banki 0189-26-1580
Þeir sem ætla að mæta verða merkja sig MÆTI-KEMST-GOING vegna rútu.
Göngustjóri Olgeir Jónsson
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu hjá stjórn félagsins. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2022 er að þessu sinni um Undir jökli frá Búðum að Ennisfjalli höfundur Sæmundur Kristjánsson

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top