Fjallabak 13. ágúst

Að þessu sinnu verður gengið frá Álftavatni til Landmannalauga.
Daði Garðarsson mun sjá um göngustjórn og leiðarval.

Brottför frá Samkaup/Horninu á Selfossi kl 7:00. Þar verður rúta sem keyrir hópinn í Álftavatn og síðan verður rúta sem sækir í Landmannalaugar þegar þangað er komið. Gera þarf ráð fyrir löngum degi og að komið verði til baka á Selfoss seint að kvöldi. Verð fyrir félagsmenn FFÁR og annarra deilda FÍ er 5000 kr (það miðast við að fólk hafi þegar greitt félagsgjöldin fyrir 2016) en 8000 kr fyrir aðra. 
Greiðsla vegna ferðarinnar leggist inná reikning Ferðafélags Árnesinga kt:430409-1580, reikn: 189-26-1580.
Fjallabak
Akstur frá Selfoss að Álftavatni tekur um 3 ½ klst.
Byrjunarhæð 540 metrar
Mestahæð 970
Uppsöfnuð hækkun 1200 metra
Vegalengd 26 km.
Áætlaður göngutími 8-9 klst.
  default GPS (38 KB)  
Töluverður hluti göngunnar er í snjó.
Lagt af stað frá Álftavatni um Einstigisgil yfir Torfajökul niður í Jökulgil, muna eftir vaðskóm það þarf að vaða Jökulkvíslina, upp Uppgönguhrygg, niður á milli gilja (Litla og StóraBrandsgil), Laugar.Fjalla track
Við minnum á fatnað við hæfi, gott nesti og nóg að drekka.
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.

Með kveðju Ferðafélag Árnesinga

Að þessu sinni ætlum við að heimsækja félaga okkar í Ferðafélaginu í Vík í Mýrdal. Gönguleiðin verður valin af þeim félögum og skýrist þegar nær dregur. 
Frekari upplýsingar koma síðar.
vik i myrdalMæting er að venju við „Hornið“ (Samkaup) á Selfossi kl. 08:00, sameinast þar í bíla og ekið austur í Vík. Stefnt er að því að vera þar á planinu hjá Arion banka kl. 11:00.

Reikna má með 4 - 5 tímum á göngu.
Munið eldsneytispening 2000 kr fyrir þá sem fá far með öðrum.

Við minnum á fatnað við hæfi, gott nesti og nóg að drekka því að sjálfsögðu verður tekin nestispása. Í vetrarferðum mælum við eindregið með því að fólk hafi göngubrodda meðferðis.
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.

Með kveðju frá ferðanefnd

Högnhöfðinn er 1002 metrar á hæð. Ari Trausti og Þorleifur lýsa því sem móbergshrygg, miklu um sig, aflöngu frá norðaustri til suðvesturs, í bókinni Íslensk fjöll. Leiðinni lýsa þeir sem greiðfærri, um brattar skriður og mela.

Mæting er að venju við „Hornið“ á Selfossi kl. 08:00, sameinast þar í bíla og ekið að Úthlíð í Biskupstungum. Þar mun heimamaðurinn Ólafur Björnsson taka á móti okkur og leiða gönguna. Ekið verður frá Úthlíð að fjallsrótum.

Hækkun ca 700 m og áætluð vegalengd ca 10- 12 km. Reikna má með 6 tímum á göngu.

Munið eldsneytispening 1000 kr fyrir þá sem fá far með öðrum.

Við minnum á fatnað við hæfi, gott nesti og nóg að drekka því að sjálfsögðu verður tekin nestispása. Í vetrarferðum mælum við eindregið með því að fólk hafi göngubrodda meðferðis.
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.

Með kveðju frá ferðanefnd

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu á skrifstofu Kjarna-bókhalds ehf á Austurvegi 6 á Selfossi. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2017 er að þessu sinni helguð Ísafarðardjúpi - Við Djúpið Blátt.

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:18:00. frá Samkaupum(Hornið). Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top