Fimmvörðuháls er ein af vinsælustu gönguleiðum landsins.

fimm
Vegalengd 22. km
Áætlaður göngutími 9 – 10 klst.
Lóðrétt hækkun 1000 metrar
Farið verður með rútu frá FSU kl. 6.00 að morgni 22. júní og farið að Skógum þar sem gangan hefst.
Verðum sótt í Þórsmörk kl. 18.00
Hægt er að geyma farangur í rútunni yfir daginn .
Greiða þarf fyrir farið. Félagsmenn í FFÁR greiða 5.000- kr og aðrir 10.000- kr.
Reikningur 0189-26-001580, kt:430409-1580 og senda kvittun í SMS 8682553
Göngustjórar eru ú hópi FFÁR: Kristján Snær Karlsson, Sævar Gunnarsson, Kristjörg Bjarnadóttir og Olgeir Jónsson

Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þótt göngustjóri sé með í för.
Félagið hvetur fólk til að vera með ferða og slysatrygginu á ferðum sínum. 

Sjá nánar hér að neðan.

Áætlaður göngutími eru ca. 4. tíma ganga, alltaf erfittt að áætla nákvæmlega. Gengið um gljúfur og brattlendi að hluta. Hittumst við Fell kl: 11:00 afleggjarinn er nálægt eystri afleggjaranum að Pétursey. myrdalurFell
Þar hittum við göngustjórann Margréti Steinunni Guðjónsdóttir.
Farið verður frá FSU kl. 9.00 tekið smá stop á Hvolsvelli.
Þeir sem fá far með öðrum greiði 1.500 kr fyrir sætið.

Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvori farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þótt göngustjóri sé með í för.
Félagið hvetur fólk til að vera með ferða og slysatryggingu á ferðum sínu,.
Með göngukveðju ferðanefnd.

     Fylgist með á þessari slóð hjá nýstofnuðu Ferðafélag barnana á Suðurlandi, næsti viðburður er Hamarinn í Hveragerði þann 13. júni nk.

barnana

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu á skrifstofu Kjarna-bókhalds ehf á Austurvegi 6 á Selfossi. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2018 er að þessu sinni helguð Upphéraði og öræfunum suður af, höf. Hjörleifur Guttormsson.

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top