Myndir komnar inn vefinn úr árbókargöngunni og slóði inná glæsilegar myndir frá  Einari Bjarnasyni.

 ATH, breyting, breyting

Vegna fjölda áskorana og það að margir vilja njóta bæjarhátíðarinnar "Sumar á Selfossi" á laugardaginn og að veðurhorfur eru ekki nógu góðar, hefur verið ákveðið að gangan um næstu helgi frá Landmannalaugum verði sunnudaginn 8. ágúst. Annað óbreytt þ.e. mæting hjá Samkaup kl: 8:00 á sunnudagsmorgun þar sem safnast verður í bíla.

Spáð er sólskini og blíðu á sunnudaginn, þannig að litadýrðin á Torfajökulssvæðinu ætti aldeilis að njóta sín.
http://www.vedur.is/vedur/spar/stadaspar/sudurland/
Lagt verður af stað í gönguna frá bílastæðinu sem er við afleggjarann inn að skálavarðarhúsinu um kl:10:00 árdegis.

Ferðafélag Árnesinga

 

Langur laugardagur 7. ágúst.

Ef lýsa ætti Landmannalaugum í tveimur orðum, þá væru orðin "andstæður og fjölbreytileiki".  Gróið-gróðurvana, bratt-slétt, hrjúft-mjúkt, heitt-kalt, blátt-appelsínugult, svart-hvítt, margt-fátt, stórt-smátt.  Í norðurjaðri litríks og stórskorins fjalllendis er úfið hraun.  Í jöðrum þess spretta fram heitar lindir.  Þar eru Landmannalaugar.


Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu á skrifstofu Kjarna-bókhalds ehf á Austurvegi 6 á Selfossi. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2018 er að þessu sinni helguð Upphéraði og öræfunum suður af, höf. Hjörleifur Guttormsson.

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top