Góðir félagsmenn og aðrir sem skoða vefinn okkar.
 

Næsta göngurækt verður á Ingólfsfjall. Ganga á upp að efiri vörðu þar sem búið er að koma fyrir veglegum stálkassa fyrir gestabók . Hugmyndin er að taka hana formlega í notkun með myndatökum og að sjálfsögðu fyrstu  skráningum. Mæting við námuna kl: 20:00 á miðvikudagskvöldið 25. ágúst, verðum komin niður aftur fyrir myrkur. Gönguhraði við allra hæfi. Gaman að sjá sem flesta. Veðurhorfur með miklum ágætum.

Myndir

Með kveðju Ferðafélag Árnesinga

 

 

Botnssúlur 4. september

       Eitt af mest áberandi og eftirtektarverðu fjöllunum í nágrenni Þingvalla eru Botnssúlur. Kannski  nær augað að fanga, Skjaldbreið, Hlöðufell og Skriðu. Oftar en ekki fá Botnssúlur að fljóta með í bakgrunni á myndum af Þingvöllum þar sem þær teygja sig hnarreistar til himins.

Helgarferð 21 - 22. ágúst. Breyting

 

Þar sem gisting  og grillveisla í Sæluríki virðist ekki hafa neinn hljómgrunn, höfum við ákveðið að fella þann hluta alveg niður. Það verður sum sé ekki grill og helgardvöl  í Sæluríki.
 
Ferðirnar standa óbreyttar. Mæting í báðar ferðir við Samkaup kl: 9:00 laugardags-og sunnudagsmorgun þar sem safnast verður saman í bíla. Gangan á Hlöðufell hefst kl: 11:00  á upphafsstað og gangan á Skjaldbreiði hefst kl: 10:30. Ekið verður að Hlöðufelli  í gegnum Laugarvatn til að komast að Hlöðufellinu. Litlar 4drifsbifreiðar eiga að komast þetta báða dagana.
 
Veðurspá báða dagan er með miklum ágætum. Gangan á Skjaldbreið er sérlega hentug fyrir þá sem hafa þótt síðustu göngur full erfiðar.

 

Helgarferð gist í skála við Tjaldafell, fjallganga báða dagana Hlöðufell og td. Skjaldbreið.

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu á skrifstofu Kjarna-bókhalds ehf á Austurvegi 6 á Selfossi. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2018 er að þessu sinni helguð Upphéraði og öræfunum suður af, höf. Hjörleifur Guttormsson.

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top